þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Veðjar áfram á Galsa

21. október 2011 kl. 11:32

Magnús Skúlason varð efstur í fimmgangi á Hraunari frá Efri-Rauðalæk.

Magnús Skúlason kaupir Símon frá Efri-Rauðalæk

Magnús Skúlason, heimsmeistari í fimmgangi á Hraunari frá Efri-Rauðlæk, Galsasyni frá Sauðárkróki, hefur keypt annan Galsason af Baldvini Ara Guðlaugssyni. Sá heitir Símon frá Efri-Rauðalæk, 5 vetra stóðhestur sem sýndur var á LM2011 og hlaut 8,36 í forskoðun. Hann er jafnvígur ahliðahestur með 8,5 fyrir tölt, skeið, stökk, vilja, og 9,0 fyrir brokk. Hann er undan Pandóru frá Tungu, sem er hreinræktuð Kolkuósshryssa. Baldin segir mikla eftirsjá í Símoni. Hann hafi ekki náð að sýna sitt besta á Landsmótinu, en sé að hans mati framtíðar keppnishestur og stóðhestur. „Plúsinn í þessu er að ég er mjög sáttur við kaupandann. Magnús hefur gert frábæra hluti með Hraunar og það er mikils virði fyrir okkar hrossabú. Það verður bara gaman að fylgjast með framvindunni,“ segir Baldvin Ari.

Hestablaðið 10. tölublað 2011