miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Védis tvöfaldur sigurvegari

27. júlí 2015 kl. 10:52

Opið gæðinga og töltmót Smára og Loga.

Um helgina 25-26 júlí fór fram glæsilegt opið gæðinga og töltmót Smára og Loga á Flúðum. Er þetta í fyrsta skipti sem Smári og Logi halda sameiginlegt Gæðingamót eftir farsælt samstarf í vetrarstarfi í nokkur ár. Einnig var þetta í fyrsta sinn sem félögin halda opna gæðingakeppi. Veðrið var með besta móti, hrossin góð og flestir fóru sáttir heim eftir vel heppnað mót sem tókst í flesta staði mjög vel.

TÖLT OPINN FLOKKUR
B úrslit
Sæti Knapi Hross Aðildafélag knapa Einkunn
1 Matthías Leó Matthíasson Hamar frá Kringlu Sleipnir 7,17
2 Súsanna Sand Ólafsdóttir Óttar frá Hvítárholti Hörður 7,00
42067 Sólon Morthens Snjár frá Torfastöðum Logi 6,89
42067 Magnús Jakobsson Viktor frá Hófgerði Sleipnir 6,89
5 Guðmann Unnsteinsson Verðandi frá Síðu Smári 6,61
6 Ásta F Björnsdóttir Sandra frá Dufþaksholti Fákur 0,00

Að loknum B úrslitum í tölti fór fram keppni í 100 m.. Mikil stemmning var meðal áhorfenda og þáttakenda. Heldur var þó kappið mikið til að byrja með því ekki náðust margir tímar fyrri sprettinn en í þeim seinni var baráttan hörð. Það varð úr að Logafélaginn Finnur Jóhannesson sigraði á frábærum tíma, 8,06 á Tinnu Svört frá Glæsibæ. Önnur var Rósa Birna Þorvaldsdóttir á Stúlku frá Hvammi og þriðji var Grímur Guðmundsson á Glæsi frá Ásatúni .

SKEIð 100M (FLUGSKEIð)
Sæti Knapi Hross Aðildafélag knapa Tími
1 Finnur Jóhannesson Tinna Svört frá Glæsibæ Logi 8,06
2 Rósa Birna Þorvaldsdóttir Stúlka frá Hvammi Smári 8,45
3 Grímur Guðmundsson Glæsir frá Ásatúni Smári 8,73
4 Sólon Morthens Gáll frá Dalbæ Logi 8,80
5 Dóróthea Ármann Hruni frá Friðheimum Logi 8,90
6 Ingi Björn Leifsson Grúsi frá Nýjabæ Sleipnir 9,28
7 Anton Hugi Kjartansson Tíbrá frá Hestasýn Hörður 9,28
8 Guðmann Unnsteinsson Draupnir frá Langholtskoti Smári 9,53
9 Súsanna Katarína Guðmundsdóttir Óðinn frá Hvítárholti Hörður 9,53
10 Anton Hugi Kjartansson Þrumugnýr frá Hestasýn Hörður 9,98
11 Þorsteinn Björn Einarsson Erpur frá Efri-Gróf Sindri 10,21

Að loknu skeiðinu fóru fram A úrslit í töltinu. Efstur eftir forkeppni var Ólafur Ásgeirsson á glæsihryssunni Védísi frá Jaðri. Annar var Jón Ó.Guðmundsson á Draum frá Hofsstöðum og þriðja var Ragna Helgadóttir á Stúf frá Kjarri. Fjórði var Snorri Dal á Tilfinningu frá Hestasýn og fimmti var Guðjón Sigurðsson á Lukku frá Bjarnastöðum. Upp úr B úrslitum kom svo sem áður sagði Matthías Leó Matthíasson á Hamri frá Kringlu.  Til mikils var að vinna í töltunu en sigurvegarinn hlaut 40 þúsund króna gjafabréf hjá Jötunn Vélum á Selfossi ásamt 50 þúsund krónum í peningum. Að lokum fóru leikar þannig að Ólafur Ásgeirsson hélt fyrsta sætinu og sigraði á Védísi frá Jaðri með 7,67. Önnur var Ragna Helgadóttir á Stúf frá Kjarri og þriðji endaði Guðjón Sigurðsson á Lukku frá Bjarnastöðum.

TÖLT OPINN FLOKKUR
A úrslit
Sæti Knapi Hross Aðildafélag knapa Einkunn
1 Ólafur Ásgeirsson Védís frá Jaðri Smári 7,67
2 Ragna Helgadóttir Stúfur frá Kjarri Ljúfur 7,50
42067 Guðjón Sigurðsson Lukka frá Bjarnastöðum Trausti 7,22
42067 Jón Ó Guðmundsson Draumur frá Hofsstöðum, Garðabæ Sprettur 7,22
5 Matthías Leó Matthíasson Hamar frá Kringlu Sleipnir 7,11
6 Snorri Dal Tilfinning frá Hestasýn Sörli 7,06

Á sunnudeginum var byrjað kl. 10.00 á forkeppni í tölti yngri flokka og að loknu hádegishléi fóru fram úrslit í tölti ungmenna, unglinga og barna.
Í ungmennaflokki kom efst inn í úrslit Hrafnhildur Magnúsdóttir á Eyvöru frá Blesastöðum 1A. Annar var Bjarki Freyr og þriðji Ingi Björn Leifsson. Mjög jafnarog góðar sýningar sáust í þessum úrslitum og litlu munaði á hestum í 2-6 sæti. En sigurvegari þessara úrslita með nokkrum yfirburðum var Smárafélaginn Hrafnhildur Magnúsdóttir á Eyvöru frá Blesastöðum með 7,17. Jafnir í 2-3 sæti voru þeir Ingi Björn Leifsson og Bjarki Freyr Arngrímsson.

UNGMENNAFLOKKUR TÖLT
A úrslit
Sæti Knapi Hross Aðildafélag knapa Einkunn
1 Hrafnhildur Magnúsdóttir Eyvör frá Blesastöðum 1A Smári 7,17
42038 Ingi Björn Leifsson Þór frá Selfossi Sleipnir 6,72
42038 Bjarki Freyr Arngrímsson Súla frá Sælukoti Fákur 6,72
4 Finnur Jóhannesson Körtur frá Torfastöðum Logi 6,67
5 Þorsteinn Björn Einarsson Kliður frá Efstu-Grund Sindri 6,56
6 Sólrún Einarsdóttir Sneið frá Hábæ Geysir 6,44

Í tölti unglinga mætti efst inn í úrslit Kristín Hermannsdóttir á Þokkadís frá Rútsstaða-Norðurkoti, því næst Anton Hugi á Skímu frá Hvítanesi, þriðja var Ylfa Guðrún á Búa frá Nýjabæ, fjórða var Rósa Kristín á Frigg frá Hamraendum, fimmta var Hekla Salóme á Tinnu frá Blesastöðum 1A og sjötta inn í þessi úrslit var Særós Ásta Birgisdóttir á Gust frá Neðri-Svertingsstöðum. Nokkrar sviptingar voru í þessum úrslitum. Anton Hugi varð fyrir því óláni að missa undan skeifu og hlaut því ekki einkunn. Hekla Salóme gerði sér lítið fyrir og hoppaði upp úr 5 sæti í 1 sæti og stóð uppi sem sigurvegari í þessum glæsilegu úrslitum. Önnur endaði Kristín Hermannsdóttir á Þokkadís og þriðja var Ylfa Guðrún Svafarsdóttir á Búa frá Nýjabæ.

TÖLT UNGLINGAFLOKKUR
A úrslit
Sæti Knapi Hross Aðildafélag knapa Einkunn
1 Hekla Salóme Magnúsdóttir Tinna frá Blesastöðum 1A Smári 6,56
2 Kristín Hermannsdóttir Þokkadís frá Rútsstaða-Norðurkoti Sprettur 6,44
3 Ylfa Guðrún Svafarsdóttir Búi frá Nýjabæ Fákur 6,17
4 Rósa Kristín Jóhannesdóttir Frigg frá Hamraendum Logi 5,72
5 Særós Ásta Birgisdóttir Kvika frá Haga Sprettur 5,61
6 Anton Hugi Kjartansson Skíma frá Hvítanesi Hörður 0,00

Í barnaflokki kom efst inn í úrslit Katla Sif Snorradóttir á hesti sínum Gust frá Stykkishólmi. Annar var Smárafélaginn Aron Ernir á Ísadór frá Efra-Langholti og þriðja var Bergey Gunnarsdóttir á Öskju frá Efri-Hömrum. Krakkarnir sýndu glæsileg tilþrif og mjög góðar sýningar og ljóst er að þau eiga framtíðina fyrir sér á keppnisvellinum. Röðin hélst tiltölulega óbreytt í úrslitum og úr varð að Katla Si fog Gustur sigruðu með glæsibrag með einkunina 7,00

TÖLT BARNAFLOKKUR
A úrslit
Sæti Knapi Hross Aðildafélag knapa Einkunn
1 Katla Sif Snorradóttir Gustur frá Stykkishólmi Sörli 7,00
2 Aron Ernir Ragnarsson Ísadór frá Efra-Langholti Smári 6,44
3 Bergey Gunnarsdóttir Askja frá Efri-Hömrum Máni 6,22
4 Þórey Þula Helgadóttir Þöll frá Hvammi I Smári 6,00
5 Hjörtur Snær Halldórsson Gyðja frá Hrepphólum Smári 5,00
6 Laufey Ósk Grímsdóttir Rán frá Ásatúni Smári 4,56

Hörð keppni var í úrslitum í B flokku gæðinga þar sem eftst inn var Védísi frá Jaðri og Ólafur Ásgeirsson. Önnur var Hrafnhetta frá Steinnesi og Hulda Finnsdóttir og þriðji inn í úrslit var Smellur frá Bringu og Einar Örn Þorkelsson.
8 glæsilegir hestar mættu til úrslita og jafnt var á munum fram á síðustu stundu. Úr var að Védís frá Jaðri hélt sæti sínu og sigraði ásamt knapa sínum Ólafi Ásgeirssyni með einkunina 8,79. Védís var jafnframt efsti hestur í eigu Smárafélaga. Gnýr frá Svarfhóli og Snorri Dal skutust úr 5 sætinu upp í annað sætið með 8,64. Þriðja endaði Hrafnhetta frá Steinnesi og Hulda Finnsdóttir með 8,62. Efsti hestur í eigu Logafélaga var Snjár frá Torfastöðum.

B FLOKKUR
A úrslit
Sæti Hross Knapi Aðildafélag eiganda Einkunn
1 Védís frá Jaðri Ólafur Ásgeirsson Smári 8,79
2 Gnýr frá Svarfhóli Snorri Dal Sörli 8,64
3 Hrafnhetta frá Steinnesi Hulda Finnsdóttir Smári 8,62
4 Smellur frá Bringu Einar Örn Þorkelsson Sörli 8,47
42130 Rjóð frá Jaðri Matthías Leó Matthíasson * Smári 8,45
42130 Óðinn frá Áskoti Finnur Jóhannesson Logi 8,45
7 Eva frá Mosfellsbæ Súsanna Sand Ólafsdóttir Hörður 8,42
8 Verðandi frá Síðu Guðmann Unnsteinsson Smári 8,39

Í barnaflokki var gaman að sjá keppnisreynd börn og þau sem voru að stíga sín fyrstu skref í keppni brosa út að eyrum í glæsilegum úrslitum. Það Sörlastúlkan Katla Sif sem stóð efst eftir forkeppni á Gust frá Stykkishólmi., önnur var Bergey Gunnarsdóttir á Öskju frá Efri-Hömrum og þriðja var Smárastúlkan Þórey Þula á Kraka frá Hvammi. Katla Sif sigraði að lokum með einkunina 8,69. Efsti Smárafélagi var Þorvaldur Logi Einarsson á Ísdögg frá Miðfelli 2 og Þórey Þula Helgadóttir hlaut ásetuverðlaun Smára fyrir prúðmannlega og fallega ásetu og stjórnun en hún kom 2 hestum inn í úrslit í barnaflokki.

BARNAFLOKKUR
A úrslit
Sæti Knapi Hross Aðildafélag knapa Einkunn
1 Katla Sif Snorradóttir Gustur frá Stykkishólmi Sörli 8,69
2 Bergey Gunnarsdóttir Askja frá Efri-Hömrum Máni 8,48
3 Þorvaldur Logi Einarsson Ísdögg frá Miðfelli 2 Smári 8,33
4 Þórey Þula Helgadóttir Kraki frá Hvammi I Smári 8,30
5 Hjörtur Snær Halldórsson Gyðja frá Hrepphólum Smári 8,18
6 Laufey Ósk Grímsdóttir Rán frá Ásatúni Smári 7,93
7 Guðrún Hulda Hauksdóttir Vindur frá Hjarðarhaga Smári 7,77
8 Aron Ernir Ragnarsson Ísadór frá Efra-Langholti Smári 6,84

Í unglingaflokki kom efst inn í úrslit Ylfa Guðrún Svafarsdóttir á hryssu sinni Hélu frá Grímsstöðum. Önnur var Logastúlkan Rósa Kristín á Roða frá Hala og þriðja Kristín Hermannsdóttir á Þokkadís frá Rútsstaða-Norðurkoti. Efstu sæti héldust óbreytt í úrslitum og sigraði Ylfa Guðrún á Hélu frá Grímsstöum. Efsti Smárafélagi var Helgi Valdimar Sigurðsson sem einnig hlaut ásetuverðlaun Smára. Efsti Logafélagi var Rósa Kristín Jóhannesdóttir.

UNGLINGAFLOKKUR
Sæti Knapi Hross Aðildafélag knapa Einkunn
1 Ylfa Guðrún Svafarsdóttir Héla frá Grímsstöðum Fákur 8,60
2 Rósa Kristín Jóhannesdóttir Roði frá Hala Logi 8,43
3 Kristín Hermannsdóttir Þokkadís frá Rútsstaða-Norðurkoti Sprettur 8,37
4 Anton Hugi Kjartansson Skíma frá Hvítanesi Hörður 8,27
5 Sölvi Freyr Freydísarson Gæi frá Svalbarðseyri Logi 8,26
6 Særós Ásta Birgisdóttir Gustur frá Neðri-Svertingsstöðum Sprettur 8,25
7 Þuríður Rut Einarsdóttir Fönix frá Heiðarbrún Sörli 8,19
8 Helgi Valdimar Sigurðsson Hugnir frá Skollagróf Smári 8,13

Í ungmennaflokki var einnig háð hörð barátta um efstu sætin þar sem ekkert var gefið eftir. Eftir forkeppni stóð efst Hvöt frá Blönduósi og Hildur G. Benediktsdóttir og héldu þær fyrsta sætinu og sigruðu með 8,68. Upp úr áttunda sætinu varð í öðru sæti Klara Sveinbjörnsdóttir á Óskari frá Hafragili og þriðji endaði Björgvin Ólafsson á Spegli frá Hrepphólum sem jafnframt var efsti Smárafélaginn eftir úrslit í ungmennaflokki. Efsti Logafélagi var Finnur Jóhannesson á Eld frá Gljúfri.

UNGMENNAFLOKKUR
Sæti Knapi Hross Aðildafélag knapa Einkunn
1 Hildur G. Benediktsdóttir Hvöt frá Blönduósi Sleipnir 8,68
2 Klara Sveinbjörnsdóttir Óskar frá Hafragili Faxi 8,44
3 Björgvin Ólafsson Spegill frá Hrepphólum Smári 8,42
4 Finnur Jóhannesson Eldur frá Gljúfri Logi 8,35
5 Hjördís Björg Viðjudóttir Ester frá Mosfellsbæ Sleipnir 8,31
6 Dóróthea Ármann Blökk frá Þjóðólfshaga 1 Logi 8,27
7 Björgvin Viðar Jónsson Þráinn frá Selfossi Smári 8,16
8 Þórólfur Sigurðsson Stör frá V-Stokkseyrarseli Sleipnir 8,15

Að lokum fóru fram úrslit í A flokki gæðinga. Efstur inn í úrslit var Gáll frá Dalbæ og Sólon Morthens. Annar var Oddaverji frá Leirubakka og Matthías Leó Matthíasson og þriðji var Friður frá Miðhópi og Finnur Jóhannesson. Nokkar sviptingar urðu í úrslitum þar sem upp úr fimmta sætinu kom Galdur frá Reykjavík ásamt knapa sínum Jóni Ó Guðmundssyni og sigruðu með einkunina 8,58. Upp úr sjötta sæti endaði annar Hyllir frá Hvítárholti og Súsanna Katarína Guðmundsdóttir. Þriðji endaði svo Oddaverji frá Leirubakka og Matthías Leó Matthíasson. Efsti Smárahestur var Draupnir frá Langholtskoti. Knapi á Draupni var Guðmann Unnsteinsson og hlutu þeir að launum hina eftirsóknarverðu hreppasvipu sem ere inn elsti verðlaunagripur landsins í gæðingakeppni. Efsti Logahestur var Friður frá Miðhópi sem einnig var valinn hestur mótsins af hjá Logafélögum og knapi hans var að auki valinn knapi mótsins af Logafélögum.

A FLOKKUR
Sæti Hross Knapi Aðildafélag eiganda Einkunn
1 Galdur frá Reykjavík Jón Ó Guðmundsson Sprettur 8,58
2 Hyllir frá Hvítárholti Súsanna Katarína Guðmundsdóttir * Hörður 8,47
3 Oddaverji frá Leirubakka Matthías Leó Matthíasson Sleipnir 8,46
4 Ísar frá Hala Sólon Morthens Geysir 8,43
5 Friður frá Miðhópi Finnur Jóhannesson Logi 8,40
6 Gáll frá Dalbæ Þórey Helgadóttir * Sleipnir 8,37
7 Óttar frá Hvítárholti Súsanna Sand Ólafsdóttir Hörður 8,30
8 Nótt frá Akurgerði Ylfa Guðrún Svafarsdóttir Smári 8,30

Heildarúrslit mótsins má finna á www.smari.is og facebook síðu Smára þar sem einnig munu birtast myndir frá öllum flokkum.