þriðjudagur, 20. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vatnsskortur víða-

20. júlí 2010 kl. 13:38

Vatnsskortur víða-

Víða er orðið vatnslítið í hestahögum og hafa hestamenn þurft að grípa til þess að þurfa að vatna hrossum sínum. Víða hafa menn lagt vatnskerfi um hagana og tengja þá brynningartæki sem hrossin komast í.....

Annarstaðar hafa menn gripið til frumstæðari aðferða eins og til dæmis að ausa uppúr skurðum í einhver ílát sem hrossin geta drukkið úr. Eiðfaxi sá í veðurblíðunni þar sem verið var að vatna stóði en steypustöðvarnar hafa verið að útvega hestamönnum góða 1000 L plast tanka með krana á og eru þeir handhægir til notkunar við vötnun hrossa.