fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Varð að taka þetta út"

odinn@eidfaxi.is
2. desember 2013 kl. 12:01

Fjölnir Þorgeirsson

Að kalla menn vitleysinga er of langt gengið.

Eiðfaxa barst ábending um að spjallþráður um innflutning á notuðum járningatækjum hefði verið tekinn út af vefnum.

Í samtali við blaðamann Eiðfaxa segir Fjölnir Þorgeirsson hann vera á varðbergi fyrir hvað sagt sé á vefnum og í þessum spjallþræði hafi nafngreindur maður verið kallaður vitleysingur.

"Það er of langt gengið að kalla menn vitleysinga á vefnum og því varð ég að taka þetta út" segir Fjölnir og bætir við að hann vilji hafa umræðuna á málefnalegum nótum.

Fjölnir hvetur menn jafnframt að nýta sér spjallvef sinn en aðgát skuli hafa í umræðunni.