þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Varasöm færð á reiðvegum

22. janúar 2014 kl. 18:29

Þykkur klaki gerir hestum og hestamönnum erfitt fyrir.

Hestamenn bíða betri tíðar.

Leiðindarfærð á suðvesturhorninu hefur gert hestamönnum erfitt um vik að stunda útreiðar. Þykkt klakalag liggur yfir jörðinni og er færðin á köflum varasöm. Þeir hestamenn sem Eiðfaxi ræddi við sögðu aðstæður til þjálfunar utandyra ömurlegar.

Enda er rólegt um að litast í hesthúsahverfunum. Dæmi eru um að hestamenn hafi beðið með að taka hross inn vegna færðar. Bíða þeir betri tíðar.

Hestamenn deyja þó ekki ráðalausir. Tveir Fáksfélagar tóku sig til að mynda til í vikunni og keyptu söltun á aðalreiðvegi í kringum félagssvæði Fáks í Reykjavík.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er ekki von á miklum breytingum fram í næstu viku. Spáð er hlýindum á föstudag og vindi með, sem gæti haft góð áhrif. Um helgina og fram í næstu viku er þó útlit fyrir úrkomusömu og svalara veðri.

Eiðfaxi minnir hestamenn á að fara varlega.