þriðjudagur, 20. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vara eða vera?

3. ágúst 2014 kl. 17:00

Samsett mynd. Tveir gæðingar: íslenskur og American Saddle bred.

Þróun ímyndar íslenska hestsins.

Er að myndast einhvers konar rof í þeirri ímynd sem íslenski hesturinn hefur og er hugsanlega sú ímynd að breytast? Eða er þetta eðlileg þróun? Þessi sterki náttúrulegi hestur mótaður í manngert form. Er verið að eyðileggja eitthvað verðmætt og óafturkræft?

Þessum spurningum varpar Greta V. Guðmundsdóttir fram í grein sinni Vara eða vera? Sem birt er í 7. tölublaði Eiðfaxa. Greta tók fyrir ímynd íslenska hestsins og þróun hennar, í lokaverkefni sínu frá Listaháskóla Íslands í vor.

Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort og þá hvernig ímynd íslenska hestsins hefur þróast og hvort táknmynd hágenga keppnistöltarans sé orðin að myndrænu tákni íslenska hestsins. Með öðrum orðum; hefur íslenski hesturinn meðvitað eða ómeðvitað verið hannaður?

Hægt er að gerast áskrifandi í síma 511 6622 eða með því að senda tölvupóst á eidfaxi@eidfaxi.is.