miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vantar hestamenn í rýnihóp

3. nóvember 2015 kl. 21:53

Hrímnismél og beislabúnaður

Taktu þátt í skemmtilegu spjall um hestavörur

Við erum nemendur í meistaranámi  við Háskóla Íslands og okkur vantar hestamenn í skemmtilegt spjall um hestavörur. Tilgangurinn er að ræða upplifun og ímynd á vörum tengdum hestamennsku. Þetta er stutt spjall, tæp klukkustund, sem fer fram í Háaleitisskóla (áður Hvassaleitisskóli) Stóragerði 1, 105 Reykjavík, sunnudaginn 8.nóvember kl 16. Allir sem mæta fá höfuðleður fyrir þátttökuna. Áhugasamir vinsamlegast sendið póst á hth217@hi.is með upplýsingum um aldur.