þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vann báða flokkana

odinn@eidfaxi.is
8. mars 2014 kl. 18:48

Sigurvegari Góðhestakeppninnar var Björgvin Daði á Aþenu frá Akureyri.

Niðurstöður frá Mývatn Open

Mývatn Open var haldið í dag en ólíkt Ístölti á Svínavatni þá var verðrið ekki að leika við mótsgesti á Mývatni.

Athygli vakti að sami knapi vann bæði flokkinn fyrir minna og meira vana knapa. Knapi á efsta hrossi í báðum flokkum var Guðmundur Karl Tryggvason, en hross hans var Galdur frá Akureyri í flokki fyrir minna vana en Rósalín frá Efri-Rauðalæk í flokki meira vanir.

Góðhestakeppnina vann Björgvin Daði Sverrirsson á Þóroddsdótturinni Aþenu frá Akureyri. En Aþena var jafnframt valin hestur mótssins. 

Tölt B

1. sæti Guðmundur Karl Tryggvason, Galdur frá Akureyri 6,37

2. sæti Kristján Sigtryggsson, Óríon frá Hellulandi 5,96

3. sæti Guðmar Freyr Magnússon, Frami frá Íbishóli 5,67

4. sæti Egill Már Vignisson, Aron frá Skriðulandi 5,57

5. sæti Nicola Berger, Saxi frá Sauðanesi 5,27

Tölt A

1. sæti Guðmundur Karl Tryggvason, Rósalín frá Efri-Rauðalæk 7,23

2. sæti Erlingur Ingvarsson, Flugar frá Króksstöðum 6,8

3. sæti Einar Víðir Einarsson, Líf frá Kotströnd 6,6

4. sæti Magnús Bragi Magnússon, Gormur frá Garðakoti 6,57

5. sæti Sandra Marín, Stikla frá Efri-Mýrum 6,2

Góðhestakeppni

1. sæti Björgvin Daði Sverrisson, Aþena frá Akureyri 8,58

2. sæti Guðmundur Karl Guðmundsson, Rún frá Reynistað 8,52

3. sæti Úlfhildur Ída Helgadóttir, Jörvi frá Húsavík 8,52

4. sæti Erlingur Ingvarsson, Pan frá Breiðstöðum  8,38

5. sæti Kristján Sigtryggsson, Óríon frá Hellulandi   8,28