þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vallarmótið

21. ágúst 2013 kl. 19:20

Völlur

Verður haldið 7. september

Hið árlega og vinsæla Vallarmót verður með seinna móti í ár en við höfum ákveðið að blása til leiks,  laugardaginn 7. september kl. 13:00.  Keppnin mun fara fram á beinni braut en pollar og börn á hringvelli eða inn í reiðhöll (fer eftir veðri).

Í pollaflokki er leyfilegt að teyma undir.  Í unglinga, ungmenna og opnum flokki er riðið hægt tölt og frjáls ferð á beinni braut.
Meðan á mótinu stendur verður boðið uppá grillaðar pylsur og gos eða ávaxtasafa.

 

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
Pollaflokk
Barnaflokk
Unglingaflokk
Ungmennaflokk

Áhugamannaflokk
Opnum flokki
100 m skeiði
Bjórreið

 

ATH. EKKERT SKRÁNINGARGJALD

Skráning óskast á netfangið vollur@vollur.is fyrir 7. september.


Völlur er í Rangárþingi Eystra, 5 km norðan við Hvolsvöll.  Frá Hvolsvelli er ekinn Fljótshlíðarvegur rétt út fyrir þorpið, en þar liggur vegur merktur 262 Völlur. Eftir 5km er afleggjari til vinstri, merktur Völlur hrossarækt.

Við bjóðum alla velkomna að Velli og vonumst til að sem flestir taki daginn frá og njóti dagsins með okkur.
Hlökkum til að sjá ykkur.