þriðjudagur, 20. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vallarmótið

18. ágúst 2015 kl. 17:44

Elvar Þormarsson og Starkaður frá Velli II

Hið árlega og vinsæla Vallarmót verður haldið í ágúst.

Hið árlega og vinsæla Vallarmót verður haldið, laugardaginn 29 ágúst kl. 13:00.  Keppnin mun fara fram á beinni braut en pollar og börn á hringvelli eða inn í reiðhöll (fer eftir veðri). Í pollaflokki er leyfilegt að teyma undir, börn sýna hægt tölt og frjálsa ferð á hringvelli.  Í eldri flokkum er riðið hægt tölt og frjáls ferð á beinni braut.

Bjórreiðin vinsæla verður á sínum stað í dagsskrá.

Meðan á mótinu stendur verður boðið uppá grillaðar pylsur og gos eða ávaxtasafa.

KEPPT VERÐUR Í EFTIRFARANDI FLOKKUM:
Pollaflokk
Barnaflokk
Unglingaflokk
Ungmennaflokk

Áhugamannaflokk
Opnum flokki
100 m skeiði
Bjórreið

Skráning fer fram á staðnum milli kl 12:00 og 13:00

ATH. EKKERT SKRÁNINGARGJALD

Völlur er í Rangárþingi Eystra, 5 km norðan við Hvolsvöll.  Frá Hvolsvelli er ekinn Fljótshlíðarvegur rétt út fyrir þorpið, en þar liggur vegur merktur 262 Völlur. Eftir 5km er afleggjari til vinstri, merktur Völlur hrossarækt.