miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vallarmótið á laugardaginn

23. ágúst 2012 kl. 09:03

Vallarmót verður haldið 25 ágúst. Á myndinni er Flipi frá Litlu-Sandvík, stóðhestur og keppnishestur á Velli. Knapi Erla Katrín Jónsdóttir.

Fjölskyldan á Velli í Hvolhreppi býður upp á hestamót fyrir alla fjölskylduna. Engin skránignargjöld og skráning á staðnum.


 
Vallarmótið sem haldið er á Velli í Hvolhreppi í boði fjölskyldunnar þar á bæ fer fram laugardaginn 25. ágúst og hefst klukkan  13:00
 
Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
Pollaflokk
Barnaflokk
Unglingaflokk
Ungmennaflokk
Opinn flokkur
Tölt opinn flokkur
Unghrossaflokkur
100 m skeið
Bjórreið

EKKERT SKRÁNINGARGJALD

Í pollaflokki er leyfilegt að teyma undir. Í barna, unglinga, ungmenna og opnum flokki er riðið hægt tölt og frjáls ferð.

Töltið er riðið eins og töltkeppni með hraðabreytingum. Meðan á mótinu stendur verður boðið uppá grillaðar pylsur og gos eða ávaxtasafa. Skráning á staðnum.

Völlur er í Rangárþingi Eystra, 5 km norðan við Hvolsvöll. Frá Hvolsvelli er ekinn Fljótshlíðarvegur rétt út fyrir þorpið, en þar liggur vegur merktur 262 Völlur. Eftir fimm kílómetra er afleggjari merktur Völlur. Allir eru velkomnir og við hlökkum til að  sjá sem flesta.

Fjölskyldan Velli.