þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vallarmót

6. september 2010 kl. 11:54

Vallarmót

Vallarmótið verður haldið að Velli við Hvolsvöll laugardaginn 11 september kl: 14:00.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

  • Pollaflokki
  • Barnaflokki
  • Unglingaflokki
  • Ungmennaflokki
  • Áhugamannaflokki
  • Opnum flokki tölti
  • 100 m skeiði
  • Bjórtölti.

Ekkert skráningargjald. Í pollaflokki er leyfilegt að teyma undir. Í barna, unglinga, ungmenna og áhugamannaflokki er riðið hægt tölt og frjáls ferð, en Opinn flokkur er riðin eins og töltkeppni með hraðabreytingum. Mótshaldarar óska eftir að þátttakendur skrái þátttöku sína fyrir föstudag ef kostur er á netfangið vollur@vollur.is og í símum 8923904 - Jón eða 8927178 – Arndís.

Á meðan á mótinu stendur verður boðið upp á grillaðar pylsur og gos.

Völlur er í Rangárþingi Eystra, 5 km norðan við Hvolsvöll. Frá Hvolsvelli er ekinn Fljótshlíðarvegur rétt út fyrir þorpið, en þar liggur vegur merktur 262 Völlur. Eftir 5 km er afleggjari merktur Völlur Hrossarækt.

Allir velkomnir og hlökkum til að sjá sem flesta.