föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Vallamót hestamannafélagsins Trausta

Óðinn Örn Jóhannsson
17. ágúst 2017 kl. 07:45

Hestamannafélagið Trausti

Laugardag 19. ágúst og hefst kl. 10:00.

Vallamót hestamannafélagsins Trausta í Bláskógabyggð, Grímsnesi og Grafningi verður á Laugarvatnsvöllum n.k. laugardag 19. ágúst og hefst kl. 10:00.

 

Þetta mót er tileinkað æskunni. Þessa viku er í gangi reiðnámskeið fyrir börn og unglinga. Kennari er hinn vinsæli reiðkennari Sólon Morthens sem krakkarnir eru himinlifandi að hafa til að segja sér til í reiðlistinni. Námskeiðinu lýkur með reiðtúr frá Laugarvatni og á Laugarvatnsvelli þar sem slegið verður upp tjaldbúðum og gist áður en keppnin hefst á laugardag. Keppt verður í pollaflokki, barnaflokki og unglingaflokki. Þá verður keppt í þremur aldursflokkum í þrautabraut sem kölluð er Smali og er listilega hönnuð af Eiríki Steinssyni þúsundþjalasmiði. Allir aldursflokkar geta svo tekið þátt í hinni árlegu Firmakeppni Trausta og fyrir skeiðsjúka gefst færi á að keppa í 100 m. skeiði. Í sumar hafa hjónin Smári og Hallbera á Laugarvatni kynnt sögu íbúa í hellunum á Laugarvatnsvöllum í byrjun 20. aldar og lokað þeim í sömu mynd og áður var. Og eins og í þá daga reka þau veitingasölu á staðnum og hyggjast m.a. bjóða upp á kjötsúpu í tilefni mótsins svo enginn ætti að þurfa að fara svangur af stað heim á myljandi tölti. Aðgangur er ókeypis og nefndin vonast til að sjá sem flesta, enda spáð blíðuveðri.