fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Valdimar og Týr Íslandsmeistarar í samanlögðum fimmgangsgreinum

14. júlí 2013 kl. 14:06

Tvenn úrslit eftir - fjórgangur og fimmgangur

Valdimar Bergstað og Týr frá Litla-Dal eru Íslandsmeistarar í samanlögðum fimmgangsgreinum en til að hampa þeim titli þarf að keppa í þremur greinum - fimmgangi, tölti og skeiðgrein. En Valdimar og Týr tóku þátt í fimmgangi, slaktaumatölti og gæðingaskeiði.

Valdimar og Týr hlutu 6,70 í einkunn úr forkeppni í fimmgangi, 8,10 í forkeppni í slaktaumatölti og 8,00 í gæðingaskeiði. Flottur árangur hjá þeim félögum.