mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Val kynbótahrossa á Fjórðungsmót

19. maí 2019 kl. 14:40

Katla frá Ketilsstöðum á Fjórðungsmótinu á Austurlandi 2013

Miðað við að 46 kynbótahross verði á mótinu

 

Hérna er ætlunin að fara yfir val kynbótahrossa inn á Fjórðungsmótið og einnig nokkur atriði er varða kynbótadómana.

Fjórðungsmót á Austurlandi
Fjórðungsmót verður haldið í Hornafirðinum í ár, nánar tiltekið á Fornustekkum, félagssvæði Hornfirðings, dagana 11. – 14. júlí. Hross sem eru í eigu aðila á Austurlandi, Eyjafirði og Þingeyjarsýslum en einnig á suðurlandi vestur að Þjórsá eiga þáttökurétt á mótinu og er miðað við að lágmarki 25% eignarhlut. Það er því mikilvægt að eigendur kynbótahrossa fari yfir upplýsingar um heimilisfang sitt í heimaréttinni í WorldFeng en það er hægt að lagfæra þær upplýsingar í flipanum Um mig í heimaréttinni ef þær eru ekki réttar. Ef hross skiptir um eiganda í vor verða eigendaskiptin að hafa farið fram fyrir kynbótadóm á viðkomandi hrossi. Ákveðin fjöldi efstu hrossa í hverjum flokki eiga þátttökurétt á mótinu og er miðað við að 46 kynbótahross verði á mótinu. Til að auðvelda bestu klárhrossum með tölti að komast inn á mótið verður 10 stigum bætt við aðaleinkunn klárhrossa í sætisröðun hrossa inn á mótið. Þetta er sama leið og var farin fyrir síðasta landsmót hvað klárhrossin varðar. Þegar kynbótasýningarnar byrja á Íslandi verður birtur stöðulisti í WorldFeng sem sýnir hvaða hross eru inni á mótinu hverju sinni. Ef fleiri en eitt hross eru jöfn í síðasta sæti inn á mótið þá er þeim öllum heimil þátttaka á mótinu. Eigendur hrossa sem vinna sér þátttökurétt á mótinu en ætla sér ekki að mæta með þau af einhverjum ástæðum er beðnir að láta vita fyrir 25. júní, þannig að hægt sé að bjóða hrossum sem eru neðar á listanum þátttöku á mótinu.

Fjöldi kynbótahrossa á FM 2019

  4 vetra 5 vetra 6 vetra 7 v. og eldri Samtals
Stóðhestar 5 6 5 5 21
Hryssur 5 8 7 5 25