mánudagur, 24. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Væntingarnar miklar

16. júlí 2012 kl. 18:08

Væntingarnar miklar

Liðsstjóri íslenska landsliðsins, Hafliði Halldórsson, ber miklar væntingar til liðsins og vill sjá Íslenska landsliðið hampa verðlaunum á Norðurlandamótinu í Eskiltuna í Svíþjóð sem fer fram 2.-5. ágúst nk. Hafliði sagðist, á blaðamannafundi í dag, vera ánægður með liðsskipan, meðal keppenda séu margreyndir knapar og keppnishestar.

Áhuga ungra knapa fyrir mótinu vantaði ekki. Um 40 ungmenni sóttu um að vera með og sagði Hafliði það hafa verið einkar ánægjulegt, sérstaklega í aðdraganda Heimsmeistaramótsins en fyrir liggur að liðið mun geta sent fimm ungmenni til Berlínar á næsta ári.

Aðeins eitt hross var flutt frá landi til þess að keppa á Norðurlandamótinu í ár. Hestur Stellu Sólveigar Pálmarsdóttur, Svaði frá Reykhólum, fór utan í gær.

Meðal keppnishesta Íslendinga í ár eru hátt dæmdir stóðhestar og þaulreyndir, þar á meðal er Divar fran Lindnas og Pá frá Eyfjord sem var í 3. sæti í elsta flokki stóðhesta HM í Austurríki.