laugardagur, 24. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Útlendir hestamenn á ferð

Jens Einarsson
30. júní 2010 kl. 10:44

Hrossabú með opið hús

Talsverður fjöldi útlendra hestamanna er nú staddur hér á landi. Fólk sem búið var að kaupa sér far og gistingu vegna Landsmóts hestamanna á Vindheimamelum. Eins og kunnugt er var Landsmótinu frestað vegna hrossapestar, en hestamenn og hrossabændur í Skagafirði og á Suðurlandi munu samt sem áður taka á móti þessu fólki og gera því glaðan dag.

Í Skagafirði er nú í gangi sérstök Sæluvika að sumri. Í tengslum við hana hófst í dag héraðssýning kynbótahrossa á Vindheimamelum. Sýnd verða um 100 kynbótahross. Yfirlitssýning verður á laugardag og þá munu ræktunarbú sýna hópa. Hrossabú í Skagafirði verða með opið hús um helgina. Sjá nánar á www.horse.is

Þá er í undirbúningi heljarins sölusýning í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli og stendur skráning yfir. Sýnd verða bæði tamin og ótamin hross. Tvær kynbótasýningar eru í gangi á Suðurlandi, í Víðidal og á Gaddstaðaflötum. Yfirlitssýningar á báðum stöðum eru á fimmtudag. Sem varla getur talist sérlega gott skipulag í því litla framboði sem nú er á hestasýningum. En samt sem áður: Smá batamerki að sjá í hestamennsku landsmanna!