miðvikudagur, 20. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úthlutun gæðingadómara

29. apríl 2014 kl. 22:12

GDLH

Gæðingamót ársins 2014

Meðfylgjandi slóð inniheldur töflu sem að sundurliðar niðurröðun gæðingadómara á gæðingamót ársins 2014. Dómarar eru vinsamlegast beðnir um að yfirfara niðurröðunina vel. 

 

Dómari sem hefur fengið úthlutaði móti/mótum sem að dómarinn á ekki tök á að dæma, skal láta stjórn GDLH vita eigi síðar en 9. maí næstkomandi, og getur stjórn þá gert viðeigandi ráðstafanir. Ef dómari hefur ekki látið vita fyrir uppgefin tímafrest er litið svo á að dómari staðfesti ábyrgð sína á úthlutuðum mótum.

 

Ef dómari hefur áhuga á að bjóða sig fram til dómsstarfa á tímasetningum sem að dómari hefur ekki fengið úthlutað mót á, þá eru slík framboð að sjálfssögðu vel þeginn og skulu þau berast til stjórnar. 

 

Stjórn er með þessu fyrirkomulagi að reyna að lágmarka síðbúnar tilfærslur og afboðanir dómara á úthlutuð gæðingamót.  

Endilega setið ykkur í samband við stjórn ef það eru aðrar sérstakar fyrirspurnir eða beiðnir!