þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úthlutað úr Stofnverndarsjóði

4. mars 2015 kl. 12:00

Þjálfunarlífeðlisfræðirannsóknir á Háskólanum á Hólum styrktar um 1.000.000 kr.

Fagráð í hrossarækt úthlutaði 1.600.000 krónum úr Stofnverndarsjóði til tveggja rannsókna. Alls var sótt um 18.970.000 kr. í átta umsóknum.

Guðrún Stefánsdóttir lektor Háskólans á Hólum hlaut 1.000.000 kr. úthlutun fyrir þjálfunarlífeðlisfræðirannsóknir á íslenska hestinum. WorldFengur fékk 600.000 kr. styrk til framþróunar við DNA verkefnis.

Meðal þeirra verkefna sem sóttu um styrk en fengu ekki úthlutun eru rannsóknir á tíðni og orsökum folaldadauða á Íslandi, mælingar á Gammaherpesveirumótefnum í blóði folalda, rannsóknir á virkni mismundandi méla í munni hests og þýðingar og prentun á Knapamerkjabókum.

Umræður sköpuðust á fundinum um það litla fjármagn sem er til úthlutunar. Rætt var um að yfirfara úthlutunarreglur sjóðsins og kanna möguleika á því að úthluta myndarlegar úr honum. Þá var það almenn skoðun fagráðsmanna að einboðið væri að gjald það sem tekið er af hverju útfluttu hrossi, sem er nú 1.500 krónur og rennur til sjóðsins, mætti hækka.