fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Útflutt hross í fyrra 1158

Jens Einarsson
4. janúar 2011 kl. 09:39

369 hross með A-vottun

Útflutt hross í fyrra urðu fyrir rest 1158. Bjartsýnar spár um 1250 hross, sem meðal annars voru settar fram hér á vefnum, rættust ekki. Samt sem áður varð lokatalan hærri en nokkur þorði að vona þegar aðstæður voru hvað brattastar síðastliðið vor. Seld voru hross til fimmtán landa. Flest til Þýskalands, 401, til Svíþjóðar 211 og til Danmerkur 167. Önnur lönd eru með færri en 100 hross: Noregur 85, Sviss 74 og Finnland með 62, svo dæmi séu tekin. Með svokallaða A-vottun voru 369 hross, en það eru hross með staðfesta ætternisskráningu í WorldFeng; yfirleitt hross af betri ættum og í háum verðflokki.