þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Útflutningur svipaður og í fyrra

9. desember 2011 kl. 11:22

Krummi flýgur yfir nafna sinn ferfættan í desember skammdeginu.

Langflest hross til Þýskalands

Útflutt hross verða á tólfta hundraðið á þessu ári. Þrítugusta nóvember voru farin út 1081 hross. Tvær til þrjár fluvélar til biðbótar munu flytja söluhross til útlanda fyrir áramót. Allt stefnir því að heildarfjöldinn í ár verði svipaður og í fyrra. Langflest hross hafa verið seld til Þýskalands, eða 401 hross. Næstflest til Svíþjóðar, 151, og þá 146 til Danmerkur. Sviss sækir á og er með 116 hross. Tæplega fjögur hundruð hross er með svokallaða A vottun, en þeir gripir eru væntanlega verðmeiri en ella.