miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Útflutningur heldur dampi

Jens Einarsson
7. september 2009 kl. 11:27

Ríflega átta hundruð hross seld

Útflutningur hrossa heldur dampi. Frá áramótum hafa verið flutt út 809 hross, nánast jafnmörg og á sama tíma í fyrra, en þá höfðu verið flutt út 813 hross.

Flest hross hafa verið flutt til Þýskalands á árinu, 200, og næst flest til Svíþjóðar, 182. Danmörk er í þriðja sæti með 131, en Danir voru mun kaupglaðari í fyrra, höfðu forystu með 202 hross á sama tímabili.

Sala til Bandaríkjanna er ennþá að dragast saman, líkt og undanfarin ár. Aðeins þrettán hross hafa verið flutt þangað á árinu, voru 33 yfir sama tímabil í fyrra. Heildarverðmæti útfluttra hrossa fyrir allt árið í fyrra var um einn milljarður króna samkvæmt hagtölum.

Talið er að ennþá sé einhver hluti viðskipta með hross til útlanda svartur, en það sé þó hverfandi frá því sem áður var.