miðvikudagur, 26. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Útflutningur hafinn

14. september 2010 kl. 13:56

Útflutningur hafinn

25-30 hross fóru með flugi til Liege í Belgíu í morgun og er þar með hafinn útflutningur  aftur eftir langt hlé vegna veikinda í hrossum.

Heilbrigðisskoðanir gengu vel og samkvæmt heimildum Eiðfaxa, fengu öll hross sem skoðuð voru vottorð þess efnis að þau væru heilbrigð. Hrossin voru búin að vera í einangrun í heimahúsum eins og nýjar reglur krefjast. Þeir sem taka við hrossunum úti eru sagðir hvergi bangnir enda sé næsta víst að þessi hross séu öll heilbrigð.
Þetta hljóta að vera góðar fréttir fyrir flesta þá sem atvinnu hafa af hrossaverslun og er þess að vænta að nú muni smátt og smátt hlaupa líf í verslunina en margir af þeim sem höfðu hug á að kaupa hross hafa eflaust verið um það bil að gefast upp á að bíða þessa dags.