laugardagur, 17. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Útflutningsverðmæti hrossa komið í allt að 0,5 milljarða í ár

22. maí 2009 kl. 09:40

Samkvæmt heimildum Hesta og hestamanna, nýs mánaðarrits sem fylgir með Viðskiptablaðinu, er útflutningsverð hrossa svipað eða jafnvel heldur hærra í ár en í fyrra í krónum talið. Líklegt er talið að meðalverð á útfluttum hrossum sé nærri 1 milljón króna.

Því má ætla að útflutningsverðmæti íslenskra hrossa á fyrstu fjórum mánuðum ársins hafi numið allt að hálfum milljarði króna.

Útflutningurinn er oft heldur meiri á haustin en á vorin og því má gera ráð fyrir að útflutningsverðmæti í ár verði nærri 1,5 milljörðum króna.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í nýju mánaðarriti, Hestar og hestamennsem sem fylgir Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér.