föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

„Förum út sem lið en keppum sem einstaklingar“

17. júlí 2019 kl. 09:25

Konráð Valur

Viðtal við Konráð Val Sveinsson

 

 

Konráð Valur Sveinsson er ríkjandi heimsmeistari í gæðingaskeiði ungmenna en hann sigraði þá greinn árið 2017 á Sleipni frá Skör. Konráð á því sæti í landsliðinu og var tilkynnt að hann færi út með Losta fra Ekru og tæki þátt í skeiðgreinum með 100 metra skeið sem aðalgrein.

Losti frá Ekru er fæddur 2011 og er því átta vetra gamall, sem er ungur aldur miðað við skeiðhest. Hann er undan Sólbjarti frá Flekkudal og Línu frá Bakkakoti. Sólbjartur er undan heiðursverðlauna foreldrunum Huginn frá Haga og Pyttlu frá Flekkudal. Lína frá Bakkakoti móðir Losta er 1.verðlauna hryssa með 8,01 í aðaleinkunn. Hún er ófeðruð en móðirin er Grimma frá Bakkakoti.

Losti er stóðhestur með 1.verðlun í kynbótadómi en Halldór Guðjónsson sýndi hann í hæstan dóm. 8,49 hlaut hann fyrir sköpulag, 8,52 fyrir hæfileika og í aðaleinkunn 8,51. Einkunnina 9,0 hlaut hann fyrir skeið, háls, herðar og bóga og prúðleika.

Blaðamaður Eiðfaxa ræddi við Konráð Val um komandi heimsmeistaramót.

Viðtalið má nálgast með því að smella á vefslóðina hér fyrir neðan

https://youtu.be/OCK4iAtuy-s