miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úrvalstölthryssa seld úr landi

odinn@eidfaxi.is
15. desember 2013 kl. 17:46

Lokkadís frá Sólheimum

Ein besta tölthryssa landsins til Þýskalands

Ein af bestu tölthryssum landsins hefur nú verið seld til Þýskalands.

Hryssan sem um ræðir er Þristardóttirin Lokkadís frá Sólheimum í Skagafirði. Móðir Lokkadísar er Fáfnirsdóttirin Mánadís frá Tunguhálsi.

Lokkadís hlaut 9,5 fyrir tölt í kynbótadómi á Héraðssýningu á Vesturlandi árið 2011 sýnd af Ævari Erni Guðjónssyni.

Eftir það tók hún þátt í nokkrum keppnum en bestum árangri í unglingaflokkskeppni Harðar árið 2012, en það sama ár tók hún þátt á unglingaflokki á LM2012 þá setin af Hlyn Óla Haraldssyni.

Seljandi hennar eru Ganghestar ehf en annar ræktandi hennar Haraldur Páll Bjarkarsson átti hryssuna lengst af.