þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úrvalssýning kynbótahrossa

29. júní 2014 kl. 10:51

.

Kynningu á þeim hrossum sem búa yfir ákveðnum úrvals gangeiginleikum

Í dagskrá Landsmóts er liður sem heitir „kynning á úrvali kynbótahrossa“ sem tímasettur er kl. 9:30 að morgni laugardagsins 5. júlí. Hér er lagt upp með að nýta þann takmarkaða tíma sem er til ráðstöfunar til að bjóða upp á kynningu á þeim hrossum sem búa yfir ákveðnum úrvals gangeiginleikum en ná samt ekki verðlaunasæti á mótinu. Svipaður dagskrárliður var á LM 2004 á Hellu og þótti mörgum sú útfærsla skemmtileg. Miðað við þann hestakost sem væntanlegur er til þátttöku nú ætti þessi kynning að geta orðið frábært atriði.

Þar sem tíminn er takmarkaður þarf að takmarka fjölda hrossa. Því er lagt upp með að hrossin uppfylli eitthvert af eftirtöldum skilyrðum samkvæmt kynbótadómi á Landsmóti:

Einkunn fyrir tölt, brokk eða fegurð í reið sé 9,5 eða 10,0.
Einkunn fyrir tölt og fegurð í reið sé að lágmarki 9,0 fyrir báða eiginleika.
Einkunn fyrir skeið sé 9,0 eða hærri.
Eingöngu hross sem ekki ná verðalaunasæti (10 efstu hrossin í hverjum flokki eru kynnt sérstaklega samhliða verðlaunaafhendingunni).
Að lokinni yfirlitssýningu á föstudegi yrðu þessi skilyrði endurskoðuð með tilliti til fjölda. Ef fjöldinn reynist óviðráðanlegur verður sett krafa um ákveðna lágmarks aðaleinkunn hrossa. Ef hægt er að auka fjöldann verða skilyrðin hugsanlega útvíkkuð.