sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úrvalshryssur til útlanda

Jens Einarsson
5. nóvember 2009 kl. 13:42

Útlendir hafa úr nægu að moða

Það eru ekki bara góðir stóðhestar sem fluttir eru úr landi. Fimmtíu og sjö fyrstu verðlauna hryssur hafa verið seldar til útlanda árin: 2007, 2008 og það sem af er þessu ári. Þar af eru fimmtán hryssur með 8,20 og hærra í aðaleinkunn. Útlendir ræktendur hafa því greinilega úr nægu að moða.

Frá því farið var að selja reiðhross til útlanda hefur ávallt allstór hópur fólks verið andvígur sölu kynbótahrossa. Í það minnsta viljað setja hömlur á útflutning úrvals gripa. Að öðrum kosti muni útlendingar á endanum taka forystu af Íslendingum og verða sjálfum sér nógir. Hestasala frá Íslandi muni að engu verða.

Fylgjendur óhefts útflutnings hafa bent á að með því að setja höft sé verið að slá á fingur kaupenda og þeir muni missa áhugann. Hrossaræktin sé það sem á endanum drífi alla hestamennsku áfram. Þar liggi hvatinn. Betra sé að hestasala minnki frá Íslandi vegna velgengni og útbreiðslu íslenska hestsins í útlöndum, heldur en vegna þess að enginn hafi áhuga á honum.

Fyrstu verðlauna hryssur með 8,20 og hærra í aðaleinkunn, sem seldar hafa verið úr landi síðastliðin þrjú ár:

Finna

Feti

8,52

Gljá

Egilsstaðakoti

8,42

Trópí

Hnjúki

8,37

Skjaldbreið

Feti

8,36

Gína

Árbæ

8,33

Stakkavík

Feti

8,31

Spurning

Kirkjubæ

8,30

Brá

Auðsholtshjáleigu

8,29

Skífa

Ásmundarstöðum

8,28

Dröfn

Litla-Moshvoli

8,27

Freydís

Steinnesi

8,27

Jarlhetta

Lækjarbakka

8,26

Gola

Höfðabrekku

8,25

Gerpla

Steinnesi

8,24

Fold

Blesastöðum2

8,22