föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úrvals afkvæmi Orra mæta á "Orri í 25 ár"

11. mars 2011 kl. 23:19

Úrvals afkvæmi Orra mæta á "Orri í 25 ár"

Stórsýninginn "Orri í 25 ár" mun fara fram í Ölfushöll 26. mars nk. Í fréttatilkynningu frá aðstandendum sýningarinnar segir að mikið verði lagt í sýninguna en þar munu koma fram mörg af bestu hrossum landsins.

"Þar verða meðal annars úrvals afkvæmi Orra sjálfs, sem og afkvæmahópar undan sonum hans.  Ber þar að nefna hópa undan: Þorra frá Þúfu, Andvara frá Ey, Sveini-Hervari frá Þúfu, Dyn fá Hvammi, Sæ frá Bakkakoti, Roða frá Múla, Gára frá Auðsholtshjáleigu, Þristi frá Feti, Vilmundi frá Feti, Arði frá Brautarholti, Nagla frá Þúfu, Gígjari frá Auðsholtshjáleigu og Álfi frá Selfossi.  

Í tengslum við sýninguna er gefið út blað sem tileinkað er Orra og hans ferli, í blaðinu er rifjaður upp ferill Orra, skemmtileg skrif og tilsvör honum tengd.  Blaðið prýðir fjöldi mynda frá liðinni tíð.  Allir gestir sýningarinnar fá blaðið afhent.  

Auk þess er verið að safna saman myndum af Orra og fjölskyldu, gestir fá síðan að skyggnast í fjölskyldualbúmið fyrir sýningu og þegar hlé eru gerð.  Myndum verður varpað á vegg reiðhallarinnar og auk þess verða þær sýndar á skjá í veitingasal.    

Forsala miða á sýninguna verður í Ölfushöllinni mánudaginn 14. mars, milli klukkan 18-21.
Hægt er að bóka miða í síma: 7741882, 7741884, 7741892, 7741893, 7741894, 7743635. Ganga verður frá greiðslu með greiðslukorti um leið og pantað er.  Sýningin hefst Laugardaginn 26. mars klukkan 17.00.  Miðaverð er 3.500,- krónur."