mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úrtökunni lokið

30. janúar 2014 kl. 10:27

Hörður Óli Sæmundarson vann sér inn þátttökurétt í Meistaradeild Norðurlands. Hann verður í liðið Hrímnis.

Liðaskipan Meistaradeildar Norðurlands að taka á sig mynd

Úrtakan fyrir Meistaradeild Norðurlands 2014 fór fram í gær og unnu fjórir knapar sér réttindi til að keppa með Meistaradeild Norðurlands í vetur. Það voru þau Sölvi Sigurðsson, Hörður Óli Sæmundsson, Arnar Bjarki Sigurðsson og Hlín Mainka Jóhannesdóttir. Jóhann Magnússon og Baldvin Ari Guðlaugsson munu einnig taka þátt í Meistaradeild Norðurlands en þeir höfðu þegar unnið sér þátttökurétt með frammistöðu sinni veturinn 2013.

Úrslit voru eftirfarandi;
1. Sölvi Sigurðarson - 6,48
2. Hörður Óli Sæmundsson - 6,32
3. Arnar Bjarki Sigurðarson - 6,00
4. Hlín Christiane - 5,58
5. Sveinn Brynjar - 5,17

Upplýsingar um liðin og liðaskipan, eins og það liggur fyrir í dag, samkvæmt heimildum Eiðfaxa

Lækjamót - Ísólfur líndal Þórisson - Vigdís Gunnarsdóttir - Sölvi Sigurðsson

Weierholz -  Bjarni Jónasson - Sigvaldi Guðmundsson - Jóhann Magnússon

Björg – Fákasport - Viðar Bragason - Þorbjörn H. Matthíasson - Hlín Mainka Jóhannesdóttir

Hrímnir - Þórarinn Eymundsson - Líney María Hjálmarsdóttir - Hörður Óli Sæmundarson

Lið Mette Mannseth Þúfum - Mette Mannseth - Gísli Gíslason  - Arnar Bjarki Sigurðsson

Top Reiter – Syðra Skörðugil - Elvar E. Einarsson - Tryggvi Björnsson - Baldvin Ari Guðlaugsson