miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úrtaka fyrir þá allra sterkustu

18. mars 2014 kl. 10:36

Vegna forfalla eru nokkur pláss laus

Úrtaka fyrir Ístölt þeirra allra sterkustu fer fram á laugardaginn kemur og hefjast leikar kl. 18:30. Vegna forfalla eru nokkur pláss laus fyrir þá sem vilja spreyta sig á Skautasvellinu í Laugardal. Skráning fer fram hér: http://skraning.sportfengur.com/ og greiða þarf með korti um leið og skráning fer fram.

Seinni Ístöltveisla vetrarins hjá LH fer svo fram 5. apríl og þar munu sterkustu töltarar landsins koma saman og etja kappi í tölti á ís. Kvöldið verður stórskemmtilegt en í bland við glæstu töltara landsins, koma glæsilegir stóðhestar til kynningar á svellið.

Hestamenn eru hvattir til að taka laugardagskvöldið 5. apríl frá og koma saman í Skautahöllinni, horfa á frábær hross og skemmta sér saman. Um leið styrkja gestir, samstarfsaðilar og þátttakendur landslið Íslands í hestaíþróttum.