mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úrtaka fyrir Léttismenn

9. júní 2015 kl. 21:59

Baldvin Ari í góðri sveiflu.

Gæðingakeppni Léttis 20.-21. júní.

Gæðingakeppni Léttis verður haldin á Hlíðarholtsvelli 20.-21. júní. Mótið er úrtaka fyrir Fjórðungsmót, einungis Léttisfélagar munu ríða til úrslita í keppninni. Keppt verður í A og B flokki gæðinga, Ungmennaflokki, Unglingafokki og Barnaflokki.

"Skráningargjaldið er 4000 kr. fyrir hvern hest og er skráning á http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add

Skráningu lýkur á miðnætti 15. júní, þeir sem ekki hafa gengið frá greiðslu skráningargjalda fyrir miðnætti 15. júní munu ekki vera með í mótinu.

Allar fyrirspurnir og breytingar á skráningum þurfa að berast á lettir@lettir.is að lágmarki klukkustund áður en greinin byrjar.

Afskráningar sem berast eftir að ráslisti hefur verið birtur verða ekki endurgreiddar nema gegn framvísun læknisvottorðs.  Ef skipt erum um hest eftir að ráslisti hefur verið birtur mun sá hestur og knapi færast fremst í rásröðina," segir í tilkynningu frá Létti.