laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úrtaka fyrir Fákar og fjör 2011

28. mars 2011 kl. 22:54

Úrtaka fyrir Fákar og fjör 2011

Sunnudaginn 3. apríl nk. verður úrtaka fyrir stórsýninguna Fákar og fjör 2011.  Úrtakan fer fram í Top Reiter höllinni á Akureyri og hefst kl. 13.  Leitað er að kynbótahrossum (hryssum og stóðhestum), gæðingum (alhliða- og klárhrossum) og hvers konar hestatengdum atriðum sem hæfa sýningu sem þessari. 

Úrtakan er öllum opin og er tekið við skráningum í úrtökuna í netfang:  fornhagi@fornhagi.is (Anna Guðrún) og í síma 896-5309 (Frissi).  Skráningafrestur er til kl. 18, laugardaginn 2. apríl n.k. 

Það er hestamannafélagið Léttir sem stendur að sýningunni Fákar og fjör 2011 en hún mun fara fram í Top Reiter höllinni á Akureyri laugardaginn 16. apríl n.k.