fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úrslitakeppni Uppsveitadeildar Íshesta

17. apríl 2013 kl. 09:37

Úrslitakeppni Uppsveitadeildar Íshesta

„Úrslitakeppni Uppsveitadeildar Íshesta verður föstudagskvöldið 19.apríl í Reiðhöllinni á Flúðum.  Keppt verður í tölti og flugskeiði og hefst mótið klukkan 20.00 og búast má góðri skemmtun. Staðan í keppninni er þannig að lið Baldvins og Þorvalds stendur efst eftir tvær keppnir með 36 stig og lið Kílhrauns er með 29 stig en lið Stuðmanna er með 12 stig. Lið Frumherjar og Jáverks eru jöfn með 10 stig en North Rock er með 8 stig og Víkingarnir reka lestina með 5 stig.

Nokkur spenna ríkir meðal efstu knapa en aðeins eitt stig skilur á milli þeirra.  Helga Una Björnsdóttir fyrir Baldvin og Þorvald er í forystu með 19 stig en Guðmann Unnsteinnsson í liði Kílhrauns er næstur með 18 stig og Ólafur Ásgeirsson í liði Baldvins og Þorvalds er í þriðja sæti knapa með 17 stig.  Það getur ýmislegt gerst í síðustu keppninni á föstudagskvöldið og ekki er ólíklegt að einhverjar breytingar verði á röð efstu knapa og liða. 
Mótaröðin hefur tekist mjög vel og eru knapar og áhorfendur mjög ánægðir með Uppsveitadeildina sem hefur blásið nýju lífi í keppnislíf Uppsveitanna.  
 Fyrir utan Uppsveitadeildina er reiðhöllin mjög vel nýtt og þéttbókuð frá janúar lokum fram í byrjun maí fyrir ýmis reiðnámskeið og aðrar keppnir einsog Uppsveitadeild Æskunnar en lokamótið barna og unglinga verður kosningadaginn 27.apíl. Mikill áhugi og metnaður er hjá yngstu knöpum uppsveitanna og snilldartilþrif sést.
Reiðhöllin hefur sannarlega reynst mikil lyftistöng fyrir hestamennsku í Uppsveitunum.
 Hér má sjá samantekt eftir fimmgangskeppnina 15.mars.