sunnudagur, 16. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úrslitadagurinn á morgun -

27. ágúst 2010 kl. 20:35

Úrslitadagurinn á morgun -

Þá er síðustu keppnisgrein dagsins lokið og í fyrramálið hefst keppni klukkan 11 með 100 metra skeiði. Þar á eftir taka við A úrslit í öllum flokkum og verður þeim sjónvarpað beint á Ríkissjónvarpinu. Þrátt fyrir það eru hestamenn hvattir til þess að láta sjá sig hér á Sörlastöðum, veðrið er gott og móttökur Sörlamanna með eindæmum góðar. Það má til dæmis nefna að kaffi er frítt fyrir gesti í boði Sörla og Gevalia og var það haft á orði hér í dag að það væri líka gömul íslensk gestrisni að bjóða gestum uppá kaffi.