mánudagur, 16. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úrslit úrtökumóts Blæs

14. júní 2011 kl. 08:21

Úrslit úrtökumóts Blæs

Þá er félags- og úrtökumóti hestamannafélagsins Blæs á Norðfirði lokið, en það var haldið í blíðskaparveðri  þann 11. júní á félagssvæðinu á Kirkjubólseyrum.

Hér koma niðurstöðurnar:

Úrslit úr forkeppni - Athugið að tvær efstu einkunnir félagasmanna úr hverjum flokki í forkeppni gefa rétt til þátttöku á Landsmóti. 

B flokkur
Forkeppni
1 Dís frá Aðalbóli / Stefán Sveinsson 8,12
2 Kristall frá Syðra-Skörðugili / Helga Rósa Pálsdóttir 8,01
3 Skörungur frá Skorrastað 4 / Þórður Júlíusson 7,88
4 Strákur frá Neðri-Skálateigi / Erla Guðbjörg Leifsdóttir 7,87
5 Aska frá Sléttu / Sigríður Helga Þórhallsdóttir 7,80
6 Óskar frá Efri-Skálateigi 1 / Margrét Ósk Vilbergsdóttir 7,80
7 Jarl frá Breiðabliki / Helga Valbjörnsdóttir 7,71
8 List frá Úlfsstöðum / Bergrós Guðbjartsdóttir 7,68
9 Glótoppur frá Fáskrúðsfirði / Elísabet Ýrr Steinarsdóttir 7,57
10 Gyllir frá Syðsta-Ósi / Gullveig Ösp Magnadóttir 7,45
11 Gjafar frá Lágafelli / Sigríður Helga Þórhallsdóttir 7,35

A flokkur
Forkeppni
1 Þokki frá Útnyrðingsstöðum / Stefán Sveinsson 7,86
2-3 Hulinshjálmur frá Strandarhöfði / Einar Ben Þorsteinsson 7,77
2-3 Skrúður frá Skorrastað 4 / Jóna Árný Þórðardóttir 7,77
4 Tinna frá Skorrastað 4 / Sunna Júlía Þórðardóttir 7,57
5 Kolvakur frá Syðri-Hofdölum / Steinar Gunnarsson 7,51
6 Smári frá Ormsstöðum / Sigríður Helga Þórhallsdóttir 7,32
7 Djákni frá Vatnsleysu / Stefán Sveinsson 7,27
8 Daniella frá Kastalabrekku / Þórður Júlíusson 7,07
9 Fluga frá Neðri-Skálateigi / Sigríður Helga Þórhallsdóttir 6,11

Barnaflokkur
Forkeppni
1 Sigríður T Sigurðardóttir / Sleipnir frá Leysingjastöðum II 7,46
2 Elísabet Líf Theodórsdóttir / Saga frá Flögu 7,42
3 María Bóel Guðmundsdóttir / Fasi frá Nýjabæ 6,89

Unglingaflokkur
Forkeppni
1 Hrönn Hilmarsdóttir / Vífill frá Íbishóli 8,04

Ungmennaflokkur
Forkeppni
1 Dagný Ásta Rúnarsdóttir / Vonarstjarni frá Þorbrandsstöðum 8,06
2 Sunna Júlía Þórðardóttir / Tinna frá Skorrastað 4 7,63
3 Erla Guðbjörg Leifsdóttir / Ljúfur frá Neðri-Skálateigi 7,43

Töltkeppni
Forkeppni
1 Stefán Sveinsson / Dís frá Aðalbóli 5,83
2 Steinar Gunnarsson / Svala frá Syðstu-Grund 5,67
3 Steinar Gunnarsson / Kolvakur frá Syðri-Hofdölum 5,33
4 Guðröður Hákonarson / Gáta frá Efri-Miðbæ 5,00
5 Guðröður Hákonarson / Skrúfa frá Hryggstekk 4,80
6 Þórður Júlíusson / Skörungur frá Skorrastað 4 4,67
7 Hrönn Hilmarsdóttir / Vífill frá Íbishóli 4,33
8 Ásvaldur Sigurðsson / Röst frá Efri-Skálateigi 2 4,16
9 Erla Guðbjörg Leifsdóttir / Ljúfur frá Neðri-Skálateigi 3,83
10-11 Margrét Ósk Vilbergsdóttir / Óskar frá Efri-Skálateigi 1 3,33
10-11 Anna Bergljót Sigurðardóttir / Hrókur frá Þúfu 3,33

ÚRSLIT Í ÖLLUM FLOKKUM

B flokkur
1 Dís frá Aðalbóli / Stefán Sveinsson 8,28
2 Kristall frá Syðra-Skörðugili / Helga Rósa Pálsdóttir 8,16
3 Skörungur frá Skorrastað 4 / Þórður Júlíusson 8,02
4 Strákur frá Neðri-Skálateigi / Erla Guðbjörg Leifsdóttir 7,95
5 Aska frá Sléttu / Sigríður Helga Þórhallsdóttir 7,49

A flokkur
1 Þokki frá Útnyrðingsstöðum / Stefán Sveinsson 8,01
2 Hulinshjálmur frá Strandarhöfði / Einar Ben Þorsteinsson 7,90
3 Skrúður frá Skorrastað 4 / Jóna Árný Þórðardóttir 7,76
4 Tinna frá Skorrastað 4 / Sunna Júlía Þórðardóttir 7,64
5 Smári frá Ormsstöðum / Sigríður Helga Þórhallsdóttir 6,93

Barnaflokkur
1 Elísabet Líf Theodórsdóttir / Saga frá Flögu 7,65
2 María Bóel Guðmundsdóttir / Fasi frá Nýjabæ 7,39
3 Sigríður T Sigurðardóttir / Sleipnir frá Leysingjastöðum II 7,38

Ungmennaflokkur
1 Dagný Ásta Rúnarsdóttir / Vonarstjarni frá Þorbrandsstöðum 8,17
2  Erla Guðbjörg Leifsdóttir / Ljúfur frá Neðri-Skálateigi 7,85
3 Sunna Júlía Þórðardóttir / Tinna frá Skorrastað 4 7,84

Töltkeppni
1 Stefán Sveinsson / Dís frá Aðalbóli 6,17
2 Þórður Júlíusson / Skörungur frá Skorrastað 4 5,67
3 Hrönn Hilmarsdóttir / Vífill frá Íbishóli 5,50
4 Guðröður Hákonarson / Gáta frá Efri-Miðbæ 5,17
5 Ásvaldur Sigurðsson / Röst frá Efri-Skálateigi 2 4,17

Unghrossaflokkur
1 Helga Rósa Pálsdóttir og Gaukur frá Efri Skálateigi 1
2 Erla Guðbjörg Leifsdóttir og Kristall frá Neðri-Skálateigi
3 Jóna Árný Þórðardóttir og Skrúður frá Skorrastað 4
4 Helga Valbjörnsdóttir og Rás frá Breiðabliki
5 Bergrós Guðbjartsdóttir og List frá Úlfsstöðum

Víðavangshlaup
1 Bergrós Guðbjartsdóttir og Gola frá Sauðanesi
2 Erla Guðbjörg Leifsdóttir og Kristall frá Naustum
3 Christina Braun og Vaka frá Skorrastað 4

Skeiðkeppni
1 Stefán Sveinsson og Þokki frá Útnyrðingsstöðum
2 Þórður Júlíusson og Daniella frá Kastalabrekku
3 Sunna Júlía Þórðardóttir og Tinna frá Skorrastað 4

"Mótið var hið skemmtilegasta og fór vel fram. Góð þátttaka var og rúmlega 50 skráningar á mótið, aðallega frá félagsmönnum en við fengum einnig til okkar góða gesti. Eins og sjá má hér að ofan gerði Stefán á Útnyrðingsstöðum fína ferð til okkar en hann var efstur í öllum þeim greinum sem hann tók þátt í, vann bæði A-flokk og skeið á Þokka en B-flokk og tölt á Dís

Á mótinu var Þrymsbikarinn afhentur í fyrsta sinn en hann gáfu Ásdís Helga og Sigursteinn í minningu gæðings síns. Hann er veittur þeim keppanda sem hlýtur hæstu einkunn í yngri flokkum og fengu Dagný Ásta og Vonarstjarni þann heiður að varðveita hann fyrsta árið.
Fyrir besta samanlagðan árangur félagsmanns í fullorðinsflokkum var að vanda hinn glæsilegi Skjónubikar félaganna Ásvalds og Einars veittur og hlaut Þórður Júlíusson hann fyrir frábæra frammistöðu á gæðingum sínum.

Dómarar mótsins voru Gísli Haraldsson, Einar Örn Grant og Guðlaugur Magnús Ingason, þulur var Þórir Óskar Guðmundsson og fá þeir allir bestu þakkir fyrir sín störf. Mótanefnd, kaffinefnd, ritarar og aðrir starfsmenn fá einnig kærar þakkir fyrir skipulag og framkvæmd mótsins og keppendur fyrir þátttökuna. Ekki má heldur gleyma að þakka veðurguðunum fyrir að gera okkur daginn enn ánægjulegri með sól og blíðu eftir allan krapann og kuldann undanfarið," segir í frétt frá Blæ.