þriðjudagur, 20. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úrslit úr fjórgangsmóti Grana

18. febrúar 2010 kl. 10:02

Úrslit úr fjórgangsmóti Grana

Fimmtudaginn 11.febrúar síðastliðinn var fjórgangsmót Grana á Hvanneyri haldið á Mið-Fossum. Mótið heppnaðist mjög vel, margir áhorfendur komu og mikil stemming var í höllinni. Viljum við þakka öllum þeim sem komu að undirbúningi og framkvæmd mótsins.


Keppt var í 3 flokkum; 3-gang, 2. flokki og 1. flokki.

Úrslitin eru eftirfarandi:

3-gangur

1.Gyða Helgadóttir, Biskup frá Sigmundarstöðum2. Flokkur

1. Þórdís Arnardóttir, Tvistur frá Hellubæ
2. Konráð Axel Gylfason, Funi frá Leysingjastöðum
3. Gloria Kucel, Skorri frá Herríðarhóli
4. Bjarki Þór Gunnarsson, Gabríel frá Gunnarshólma
5. Klara Sveinbjörnsdóttir, Björk frá Innri Skeljabrekku1. Flokkur

1. Sigurþór Sigurðsson, Ófeigur frá Hemlu
2. Óskar Sæberg, Drífandi frá Syðri- Úlfsstöðum
3. Anna Berg Samúelsdóttir, Dúx frá Útnyrðingsstöðum
4. Ásta Márusdóttir, Hrannar frá Skygni
5. Gísli Guðjónsson, Ylur frá Skíðbakka 1


Einnig viljum við minna á opið töltmót Grana sem haldið verður á Mið-Fossum þann 25. febrúar og verður keppt í 1.og 2. flokki ásamt bjórtölti (“létt tölt”).

Stjórn Grana