miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úrslit ungfolasýningarinnar í Söðulsholti

7. desember 2009 kl. 10:42

Úrslit ungfolasýningarinnar í Söðulsholti

Ungfolasýningin sem var í Söðulsholti á laugardaginn var, heppnaðist með ágætum en þrátt fyrir vonskuveður í vikunni á undan og tvísýnum veðurspám um helgina mættu 22 folar til leiks. Virkilega gaman var að sjá marga hesta frá folaldasýningum síðustu ára komna aftur til að spreyta sig. Ekki var mikill munur á efstu hestunum en veitt voru verðlaun fyrir efsta hest í hverjum aldursflokki og svo fyrir þá 3 sem voru stigahæstir yfir heildina. Dómari var sem fyrr Þorvaldur Kristjánsson.

Funi frá Dalsmynni
Í 1.sæti varð Funi frá Dalsmynni, 3. vetra undan Parker frá Sólheimum og Von frá Söðulsholti eigandi er Svanur Guðmundsson.

Ábóti frá Söðulsholti
Í 2. sæti varð Ábóti frá Söðulsholti, veturgamall undan Álf frá Selfossi og Sunnu frá Akri, eigandi er Söðulsholt ehf.

Illugi frá Þorkelshóli 2
Í 3. sæti var Illugi frá Þorkelshóli 2, 3. vetra undan Platon frá Þorkelshóli 2 og Ísold frá Neðra Vatnshorni, eigendur hans eru Kolbrún Grétarsdóttir og Ulla Kristin Lundberg.

Þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem Funi vinnur til verðlauna því hann vann Ungfolasýningu á Miðfossum 2007 og á folaldsýningu á Bergi var hann kosinn flottasta folaldið af áhorfendum.

Áhorfendur völdu sér síðan áhugaverðasta gripinnn og sigraði þar hann Dynkur frá Borgarlandi, 2. vetra undan Dyn frá Hvammi en næstur í röðinni varð Sparisjóður frá Hallkelsstaðarhlíð, 3.vetra undan Gusti frá Hóli.

Smellið hér að skoða fullt af myndum frá sýningunni á www.sodulsholt.is

Hérna koma svo efstu 3 í hverjum aldursflokki:
Veturgamlir folar
1. Ábóti frá Söðulsholti, rauðhöttóttur blesóttur M: Sunna frá Akri F: Álfur frá Selfossi Eig, Söðulsholt ehf
2. Hylur frá Miðhrauni, rauðskjóttur M: Fjöður frá Bjarnarnesi F: Álfur frá Selfossi Eig. Ólafur Ólafsson
3. Glasi frá Söðulsholti Móálóttur glaseygður M: Blæja frá Svignaskarði F: Hrymur frá Hofi Eig, Söðulsholt ehf

2. vetra folar
1. Dynkur frá Borgarlandi Fífilbleikur M: Freydís frá Borgarlandi F: Dynur frá Hvammi Eig, Ásta Sigurðardóttir og Kolbrún Grétarsdóttir
2. Skallagrímur frá Miðhrauni rauður M: Fjöður frá Bjarnanesi F: Sær frá Bakkakoti Eig. Ólafur Ólafsson
3. Egill frá Miðhrauni, rauður M: Spá frá Hafsteinsstöðum F: Þóroddur frá Þóroddsstöðum Eig. Ólafur Ólafsson

3. vetra folar
1. Funi frá Dalsmynni rauðstjörnóttur M: Von frá Söðulsholti F: Parker frá Sólheimum Eig, Svanur Guðmundsson
2. Illugi frá Þorkelshóli 2 Móbrúnn stjörnóttur M: Ísold frá Neðra-Vatnshorni F: Platon frá Þorkelshóli2 Eig. Kolbrún Grétarsdóttir og Ulla Kristin Lundberg
3. Sparisjóður frá Hallkelstaðarhlíð brúnn M: Karún frá Hallkelsstaðarhlíð F: Gustur frá Hóli Eig, Sigrún Ólafsdóttir