miðvikudagur, 16. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úrslit ungfolasýningar Hrossaræktarsamtaka Suðurlands

30. mars 2010 kl. 11:18

Úrslit ungfolasýningar Hrossaræktarsamtaka Suðurlands

Ungfolasýning Hrossaræktarsamtaka Suðurlands fór fram laugardaginn 27.mars s.l. og tókst mjög vel. Alls komu fram 27 folar tveggja og þriggja vetra undan mörgum af bestu ræktunarhrossum landsins.

Heiðurshryssa Suðurlands 2010 var heiðruð en fyrir valinu var Björk frá Hvolsvelli en undan henni hafa 8 afkvæmi hlotið fullnaðardóm og 7  farið í 1.verðlaun og þ.á.m. Bylgja frá Strandarhjáleigu með 8,58 í aðaleinkunn. Björk var ræktuð af Þormari Andréssyni og fjölskyldu á Hvolsvelli en þau kenna hrossin sín við Strandarhjáleigu og hlutu viðurkenningu sem Ræktunarbú ársins 2009 á Uppsekruhátið hestamanna.

Úrslit voru sem hér segir:

Tveggja vetra

1. Krókus frá Dalbæ
Brúnn
F: Vilmundur frá Feti
M: Flauta frá Dalbæ
Eig: Ari Björn Thorarensen

2. Kolskeggur frá Kjarnholtum I
Brúnn
F: Kvistur frá Skagaströnd
M: Hera frá Kjarnholtum
Eig: Magnús Einarsson

3. Sjálfur frá Austurkoti
Rauðstjörnóttur
F:  Álfur frá Selfossi
M: Ófelía frá Austurkoti
Eig: Austurkot ehf  og  Björgvin Sigurbergsson

Áhorfendur völdu Kolskegg frá Kjarnholtum sem fallegasta folann.


Þriggja vetra

1.Hringur frá Fellskoti
jarpblesóttur sokkóttur
F: Hróður frá Refsstöðum
M: Hnota frá Fellskoti
Eig/ræktandi Fellskotshestar ehf.

2.Kolbeinn frá Hrafnsholti
Svartstjörnóttur
F: Stáli frá Kjarri
M: Fjöður frá Langholti
Eig: Elísabet Sigurlaug Gísladóttir

3.Prati frá Borg
Jarpur
F: Gaumur frá Auðsholtshjáleigu
M: Perla frá Útverkum
Eig: Hestaborg ehf

Áhorfendur völdu Kolbein frá Hrafnsholti sem fallegasta folann.