miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úrslit töltkeppni KB mótaraðar

27. febrúar 2012 kl. 10:01

Úrslit töltkeppni KB mótaraðar

Það voru margar glæsisýningarnar sem litu dagsins ljós, hátt i 80 skráningar og ljóst að vestlendingar eru vel ríðandi, í meistaraflokk voru stóru spjöldin á lofti fyrir frábærar sýningar og kunnu áhorfendur vel að meta það, við viljum óska öllum keppendum innilega til hamingju með frábært mót.

Stefnir í æsispennandi liðakeppni en þar eru efst Sólargeislarnir með 96.05 stig, Hyrnuliðið 94.2 stig, Knapinn 78.35 stig, Snæfellingur 71.27 stig og Gæðakokkar með 61.85 stig, en staðan getur breyst þar sem næst er keppt í fimmgangi og slaktaumatölti sunnudaginn 18 mars, þá ráðast úrslitin. 

Að lokum viljum við minna á veglega verðlaunaafhendingu á loka mótinu en þá verðlaunum við stigahæsta liðið, Stigahæsta keppandann, efstu 3 keppendur í hverjum flokk óháð félagi og efstu 5 keppendur í Faxa/Skugga, jafnframt er vinsælasti knapinn valinn, þannig að til mikils er að vinna.  En úrslit urðu eftirfarandi:

 
A – úrslit barnaflokkur
1 Fanney O. Gunnarsdóttir / Sprettur frá Brimilsvöllum 6,0 0
2 Gyða Helgadóttir / Biskup frá Sigmundastöðum 5,92
3 Aron Freyr Sigurðsson / Hlynur frá Haukatungu Syðri 1 5,58
4 Arna Hrönn Ámundadóttir / Bíldur frá Dalsmynni 5,25
5 Berghildur Björk Reynisdóttir / Irpa frá Ánabrekku 4,42
6 Ísólfur Ólafsson / Sólbrá frá Borgarnesi 4,17
 
A – úrslit unglingaflokkur
1 Svandís Lilja Stefánsdóttir / Brjánn frá Eystra -Súlunesi I 6,67
2 Sigrún Rós Helgadóttir / Hermann frá Kúskerpi 6,50
3 Atli Steinar Ingason / Diðrik frá Grenstanga 5,67
4 Axel Ásbergsson / Fiðla frá Borgarnesi 5,42
5 Guðný Margrét Siguroddsdóttir / Vordís frá Hrísdal 1 5,00
 
A - úrslit ungmennaflokkur
1 Klara Sveinbjörnsdóttir / Snægrímur frá Grímarsstöðum 6,25
2 Sigríður Þorvaldsdóttir / Flögri frá Hjarðarholti 5,67
3 Ágústa Rut Haraldsdóttir / Starri frá Búðardal 5,58
4-5 Þórdís Fjeldsteð / Móðnir frá Ölvaldsstöðum IV 5,08
4-5 Eva María Þorvarðardóttir / Ylfa frá Ytri-Hofdölum 5,08
 
A – úrslit 2. flokkur
1 Hulda Jónsdóttir / Lína frá Hraunbæ 6,08
2-3 Smári Njálsson / Marey frá Akranesi 5,75
2-3 Rósa E milsdóttir / Gnýr frá Reykjarhóli 5,75
4 Sigurður Ólafsson / Trekkur frá Hafsteinsstöðum 5,50
5 Einar Gunnarsson / Þokki frá Skarði 5,42
6 Sigurður Stefánsson / Mánadís frá Tjarnarkoti 5,00
 
A – úrslit 1. flokkur
1 Snorri Elmarsson / Glæta frá Sveinatungu 6,5 8
2 Stefán Hrafnkelsson / Lottning frá Útnyrðingsstöðum 6,25
3-4 Björg María Þórsdóttir / Glaðning frá Hesti 5,92
3-4 Brynjar Atli Kristinsson / Vorboði frá Akranesi 5,92
5 Björgvin Sigursteinsson / Klöpp frá Skjólbrekku 5,83
 
B – úrslit 1. flokkur
1 Björgvin Sigursteinsson / Klöpp frá Skjólbrekku 6,25
2 Ólafur Guðmundsson / Hlýri frá Bakkakoti 6,17
3 Jóhannes Kristleifsson / Vökull frá Sturlureykjum 2 6,08
4 Ámundi Sigurðsson / Draumur frá Sveinatungu 5,83
5 Guðbjartur Þór Stefánsson / Vígar frá Bakka 5,42
 
A úrslit Opinn flokkur
1 Jakob Svavar Sigurðsson / Eldur frá Köldukinn 7,75
2 Kolbrún Grétarsdóttir / Stapi frá Feti 7,42
3 Hrafnhildur Guðmundsdóttir / Smellur frá Leysingjastöðum 7,00
4 Torunn Hjelvik / Ófelía frá Holtsmúla 1 6,75
5 Randi Holaker / Sóló frá Skáney 6,42