laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úrslit ráðast í dag

22. febrúar 2014 kl. 08:16

Hin danska Sofie Panduro á Hreini frá Votmúla fór með sigur af hólmi. Hún er hér hægra megin.

Ungmenni kepptu í slaktaumatölti.

Dagskrá heimsbikarmótsins í Óðinsvéum, World toelt, er hafin. Dagurinn verður uppfullur af spennandi úrslitaviðureignum milli glæsilegra keppenda. Það er því ekki úr vegi að stilla inn á beina útsendingu á heimasíðu mótsins worldtoelt.dk, en við hjá Eiðfaxa munum fylgjast náið með mótinu allt til loka.

Ungmenni hófu leik kl. 8 í morgun. Fjórir knapar frá jafnmörgum löndum kepptu í slaktaumatölti og hafði hin danska Sofie Panduro á Hrein frá Votmúla sigur.


1.Sofie Panduro / Hreinn frá Votmúla / DEN
6,67 - 6,17 - 6,17 = 6,30
2. Dennis Sedda –/ Ragna vom Barghof / GER 
6,17 - 5,67 - 5,33 = 5,63
3. Maren Taanevig / Brjánn frá Hamrahlið / NOR
6,17 - 5,33 - 5,17 = 5,46 
4. Anne Ivarsdottir / Sæla från Snöån / SWE
5,50 - 5,17 - 3,83 = 4,58