laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úrslit og "Orri í 25 ár" í Óðinsvéum í dag

26. febrúar 2011 kl. 11:43

Úrslit og "Orri í 25 ár" í Óðinsvéum í dag

Dagskrá Heimsbikarmótsins í dag er helguð B-úrslitum margra flokka. Klukkan 14 að staðartíma verður svo skandinavísk útfærsla af sýningunni "Orri í 25 ár".

Segir í kynningu um sýninguna að til að heiðra konung gæðinganna, Orra frá Þúfu, hafi verið ákveðið að setja saman afmælissýningu með afkomendum Orra. Nú þegar hafa eftirfarandi "barnabörn" Orra boðað komu sína: Gandur frá Tindbæk, Gumi frá Strandarhöfða, Jeseph frá Skarði, Pa frá Eyfjörd, Viktor frá Diisa og Fjarki frá Breiðholti.

Eftir sýninguna tekur við A-úrslitakeppni og stóðhestasýning.