miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úrslit Nýárstölts Léttis

3. febrúar 2011 kl. 21:06

Úrslit Nýárstölts Léttis

Þann 28. janúar s.l. var haldið Nýárstölt Léttis og Háhólshesta í Top Reiterhöllinni á Akureyri...

Keppt var í tveimur flokkum, minna vanir og meira varnir. Ágústa Baldvinsdóttir sigraði í flokki minna vanra á Röst frá Efri-Rauðalæk með einkunnina 6,06. Í öðru sæti var Tryggvi Höskuldsson á  Flugari frá Króksstöðum með einkunnina 5,61 og í þriðja sæti var Hildigunnur Sigurðardóttir á Runna frá Hrafnkelsstöðum 1 með einkunnina 5,33.
Í flokki meira vanra sigraði Þorbjörn Hreinn Matthíasson á Týr frá Litla-Dal með einkunnina 6,89. Í öðru sæti var Baldvin Ari Guðlaugsson á Logari frá Möðrufelli með einkunnina 6.44 og í þriðja sæti varð Birgir Árnason á Sóldísi frá Akureyri og Pétur Vopni Sigurðsson á Silfurtoppi frá Oddgeirshólum 4 í því 4, en þeir voru báðir með einkunnina 6.17 í 5. sæti varð Anna Kristín Friðriksdóttir á Glað frá Grund með einkunnina 6,06
Birgir og Pétur voru jafnir að stigum og varpað var hlutkesti til að fá sætaröðina.