sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úrslitum í A-flokknum lokið

2. júlí 2016 kl. 22:35

Eyrún Ýr og Hrannar frá Flugumýri sigurvegarar A-flokks á LM2016. Einnig hlaut hún Gregersen-styttuna fyrir prúðmennsku og vel hirtan hest.

Hrannar og Eyrún Ýr sigra A-flokk.

Með úrslitum í A-flokk lauk frábæru Landsmóti á Hólum í Hjaltadal. Mótið tókst vel og hefur vikan verið ein stór veisla, hvert glæsihrossið á fætur öðru bæði á kynbótabrautinni og gæðingavellinum.

,,Virkilega góð tilfinning og algjört spennufall," sagði Eyrún Ýr Pálsdóttir eftir sigurinn í A-flokk, fyrsta konan sem sigrar þennan flokk á Landsmóti, ,,Hrannar er algjör yfirburðahestur, ekki flókið. Heilsteyptur, geðgóður, auðveldur og bara frábær í alla staði."

Eyrún Ýr hampaði einnig Gregersen-styttunni sem er veitt þeim knapa sem skarar frammúr í A- eða B-flokk fyrir snyrti- og prúðmennsku og vel hirtan hest.

Eiðfaxi óskar Eyrúnu Ýr og fjölskyldu innilega til hamingju með sigurinn.

 

Heildarniðurstöður úr úrslitum A-flokks:

1    Hrannar frá Flugumýri II / Eyrún Ýr Pálsdóttir 9,16 

2    Arion frá Eystra-Fróðholti / Daníel Jónsson 9,04 

3    Skýr frá Skálakoti / Jakob Svavar Sigurðsson 8,92 

4    Undrun frá Velli II / Elvar Þormarsson 8,91 

5    Krókus frá Dalbæ / Sigursteinn Sumarliðason 8,91 

6    Sjóður frá Kirkjubæ / Guðmundur Björgvinsson 8,83 

7    Nagli frá Flagbjarnarholti / Sigurbjörn Bárðarson 8,80 

8    Þór frá Votumýri 2 / Atli Guðmundsson 8,65