mánudagur, 19. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úrslit fyrstu vetrarleika Sóta

21. febrúar 2011 kl. 23:22

Úrslit fyrstu vetrarleika Sóta

Veturinn hefur farið óvenjuvel af stað hjá hestamannafélaginu Sóta á Álftanesi.

“Það er mikið riðið út og félagsstarfið mjög líflegt. Fyrstu vetrarleikar Sóta fóru fram á vellinum við Breiðumýri síðastliðinn laugardag. Þátttaka var góð og komu menn og konur langt að og gaman var að sjá ný andlit á keppnisvellinum í öllum flokkum. Sérstaklega var ánægjulegt að sjá unga og upprennandi stráka í yngri flokkunum en þá hefur vantað undanfarin ár. Þótt það blési hressilega þá fór mótið vel fram og dómarinn, Logi Laxdal, stóð sig vel,” segir á heimasíðu félagsins.

Mótið er stigamót en næstu vetrarleikar verða þann 12. mars. 

Úrslit urðu eftirfarandi

TÖLT

Barnaflokkur

1. Berglind Birta Jónsdóttir og Baugur
2. Snædís Halla Einarsdóttir og Hera

Unglingaflokkur

1. Alexandra Ýr Kolbeins og Lyfting
2. Arnar Kári Gunnarsson og Sylgja
3. Ólafía María Aikman og Ljúfur
4. Ingibjörg Rut Einarsdóttir og Klettur
5. Egill Gíslason og Hrollur

Kvennaflokkur

1. Birna Sif Sigurðardóttir og Björk
2. Elfur Harðardóttir og Frami
3. Sigrún Antonsdóttir og Djákni
4. Sigríður Birgisdóttir og Spóla
5. Steinunn Guðbjörnsdóttir og Hljómur

Karlaflokkur

1. Jörundur Jökulsson og Prestur
2. Ketill Björnsson og Gleði 
3. Magnús Ármannsson og Silvía Nótt
4. Gunnar Karl Ársælsson og Forkur
5. Sveinn Yngvi Valgeirsson og Táta 

 

ÞRÍGANGUR

Unglingaflokkur

1. Arnar Kári Gunnarsson og Sylgja
2. Alexandra Ýr Kolbeins og Lyfting
3. Ólafía María Aikman og Ljúfur
4. Egill Gíslason og Hrollur 
5. Ingibjörg Rut Einarsdóttir og Klettur

Kvennaflokkur

1. Elfur Harðardóttir og Frami
2. Steinunn Guðbjörnsdóttir og Djákni
3. Sigríður Birgisdóttir og Spóla

Karlaflokkur

1. Jörundur Jökulsson og Prestur 
2. Magnús Ármannsson og Víðar
3. Gunnar Karl Ársælsson og Forkur
4. Ketill Björnsson og Gleði
5. Snorri Finnlaugsson og Hugur