þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úrslit frá fyrsta vetrarmóti Dreyra

19. febrúar 2014 kl. 13:01

Hestamannafélagið Dreyri

Keppt var í fjórgangi

Fyrsta mót í vetrarleikum Hestamannafélagsins Dreyra fóru fram síðustu helgi., 15 . febrúar.

Keppt var í fjórgangi. Sigurvegarinn í 1. flokki var Björvins Sigursteinsson á Klöpp frá Skjólbrekku. Klöpp er undan Kletti frá Hvammi.  Annar varð Benedikt Kristjánsson á Rán frá Ytra Hólmi. Rán er undan Íslandsmeistaranum í fimmgangi Al frá Lundum. Þriðji í 1. flokki varð Guðbjartur Stefánsson á Kóngi frá Skipanesi undan Smára frá Skagaströnd.

Röð í úrslitum var sem hér segir:

Meira vanir:

1. sæti Björgvin Steinsson á Klöpp frá Skjólbrekku
2. sæti Benedikt Þór Kristjánsson á Rán frá Ytra-Hólmi
3. sæti Guðbjartur Þór Stefánsson á Baron frá Skipanesi
4.sæti Ulrika Ramutd á Dáð frá Akranesi
5.sæti Ólafur Guðmundsson á Faldi frá Hellulandi
6.sæti Einar Gunnarsson á Védísi frá Valhöll

Minna vanir:

1.sæti Belinda Ottósdóttir á Hlyn frá Einhamri
2. sæti Sigurður Ólafsson á Sesar frá Beitistöðum
3. sæti Brynjólfur Sæmundsson á Rauðunótt frá Kanastöðum
4. sæti Stina Laatch á Austra frá Syðra-Skörðugili
5. sæti Sæmundur Víglundsson á Fúsa frá Flesjustöðum

Unglingar:

1. sæti Gyða Helgadóttir á Bessý frá Heiði
2. sæti Rúna Rodmundsdóttir og Þrymur frá Beitistöðum.
3. sæti María Kristina Fagralón og Káinn frá Stærri-Bæ.

Börnin voru tvö þær Aníta B. Björgvinsdóttir og Birgitta Ósk Káradóttir og stóðu þær sig báðar með stakri prýði.