laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úrslit folaldasýningar Náttfara

11. janúar 2010 kl. 10:58

Úrslit folaldasýningar Náttfara

Þá liggja fyrir úrslit folaldasýningar Náttfara sem haldin var í Melaskjóli á Melgerðismelum  á laugardaginn. Dómari var Eyþór Einarsson. Skráð voru til leiks 42 hryssur og 24 hestar ásamt 6 ungfolum fæddum 2008 og 2 ungfolum fæddum 2007.

Byggingadómar fóru fram fyrir hádegi og hófst svo veislan kl. 13.00.  Óhætt er að segja að stórbóndinn Jón Elvar á Hrafnagili og kona hans Berglind hafi verið sigurvegarar sýningarinnar þegar að á heildina er litið en þau áttu hestfolaldið í þriðja sæti sem var jafnframt kosið glæsilegasta folald sýningarinnar af áhorfendum, ásamt tveimur efstu hryssunum líka. Þá áttu þau  folana í öðru og þriðja sæti fædda 2008 og folann í öðru sæti fædda 2007 en þar voru bara 2 skráðir til leiks. Jónas og Kristín Litla-Dal áttu 2 efstu hestana og svona til gamans að þá eru efsta hryssan og efsti hesturinn bæði undan Þokka frá Kýrholti.

Nánari úrslit :

Hryssur

1.    sæti    79 stig                                            
Hremmsa frá Hrafnagili , brún
F: Þokki frá Kýrholti
M: Gná frá Árgerði
Ræktendur/eigendur
Jón Elvar og Berglind Hrafnagili

2. sæti    76.4 stig
Alvara frá Hrafnagili, rauðjörp
F: Alvar frá Syðri-Gegnishólum
M: Elding frá Hrafnagili
Jón Elvar og Berglind Hrafnagili

3.sæti     76.4 stig                                                                     
Marra frá Hólakoti, jarpstjörnótt
F: Moli frá Skriðu
M: Mánadís frá Nýjabæ
Ræktandi/eigandi
Ester Anna Hólakoti

Hestar

1.    sæti    76.4 stig
Hreinn frá Litla-Dal, brúnn
F: Þokki frá Kýrholti
M: Rebekka frá Litla-Dal
Ræktendur/eigendur
Jónas og Kristín Litla-Dal

2.    sæti   75.6 stig
Póstur frá Litla-Dal, brúnn
F: Kappi frá Kommu
M: Kolka frá Litla-Dal
Ræktendur Jónas og Kristín Litla-Dal
Eigendur Jónas og Kristín Litla-Dal og Vilberg í Kommu

3.    sæti   74.6 stig
Hringur frá Hrafnagili, rauðstjörnóttur
F: Kjarni frá Þjóðólfshaga 2
M: Sara frá Víðinesi 2
Ræktendur/eigendur
Jón Elvar og Berglind Hrafnagili
Kosið glæsilegasta folaldið að mati áhorfenda

Ungfolar fæddir 2008

1.    sæti   71.2 stig
Bruni frá Akureyri, ljósrauður/glófextur
F:Hvessir frá Ásbrú
M: Elding frá Blönduósi
Ræktandi/eigandi
Páll Hjálmarsson

2.    sæti     65.2 stig
Sjóður frá Selfossi, brúntvístjörnóttur
F: Flipi frá Litlu-Sandvík
M: NN frá Miðhjáleigu
Ræktandi Óli Pétur
Eigendur Jón Elvar og Berglind Hrafnagili

3.    sæti   63.4 stig
Mósi frá Hrafnagili, móálóttur
F: Rökkvi frá Hárlaugsstöðum
M: Perla frá Hrafnagili
Ræktendur/eigendur
Jón Elvar og Berglind Hrafnagili

Ungfolar fæddir 2007

1.    sæti    74.6 stig
Dalur frá Hólakoti, rauðjarpskjóttur
F: Randver frá Sólheimum
M: Stilling frá Sölvholti
Ræktandi Ester Anna Hólakoti
Eigandi Auðbjörn Hólakoti

2.    sæti    73.8 stig
Blær frá Hrafnagili, rauðglófextur
F: Forseti frá Vorsabæ
M: Sara frá Víðinesi 2
Ræktendur/eigendur
Jón Elvar og Berglind Hrafnagili


Stjórnin

Auðbjörn Kristinsson Hólakoti
Ester Anna Eiríksdóttir Hólakoti
Valur Ásmundsson Hólshúsum
Ævar Hreinsson Fellshlíð