föstudagur, 15. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úrslit folaldasýningar í Söðulsholti

11. febrúar 2011 kl. 08:40

Úrslit folaldasýningar í Söðulsholti

Folaldasýningar njóta vinsælda meðal hestamanna. Þykir áhugavert að sjá hvað ræktendur eru að bauka og hvað kynbótahross eru að gefa af sér. Ein slík sýning var haldin í Söðulsholti 29. janúar sl. í samstarfi við hestamannafélagið Snæfelling.

Um 40 folöld voru skráð til leiks og dómarar voru Þorvaldur Kristjánsson og Valberg Sigfússon. 

Úrslit sýningarinnar urðu eftirfarandi

 

Merfolöld

1.Blómalund frá Borgarlandi.80,5 stig.

M.Vigdís frá Borgarlandi.

F.Smári frá Skagaströnd.

Eig/rækt.Ásta Sigurðardóttir.

 

2.Spurn frá Minni-Borg.77,6 stig.

M: Löpp frá Hofsstöðum

F: Spyrnir frá Þúfum

Eig/rækt. Katrín Gísladóttir

 

3.Silja frá Söðulsholti.76,3 stig.

M: Hildur frá Sauðárkróki

F: Sólon frá Skáney

Eig/rækt. Söðulsholt ehf

 

4.Aþena frá Hjarðarfelli.75,1 stig.

M.Venus frá Hofi.

F.Fróði frá Staðartungu.

Eig/rækt.Sigríður Guðbjartsdóttir.

 

5.Sigurrós frá Hellnafelli.74,9 stig.

M.Sóley frá Þorkelshóli.

F.Gígjar frá Auðsholtshjáleigu.

Eig/rækt.Kolbrún Grétarsdóttir og Kristján Oddsson.

 

Hestfolöld

 

1.Spói frá Hjarðarfelli.78,7 stig.

M.Fjöður frá Hjarðarfelli.

F.Friður frá Búlandi.

Eig/rækt Harpa Jónsdóttir.

 

2. Ófeigur frá Söðulsholti.76,9 stig.

M: Blæja frá Svignaskarði

F: Hákon frá Ragnheiðarstöðum

Eig/rækt. Söðulsholt ehf

 

3. Jaðrakan frá Hellnafelli.75,1 stig.

M: Hetta frá Útnyrðingsstöðum

F: Dynur frá Hvammi

Eig/rækt. Kolbrún Grétarsdóttir og Kristján Oddson.

 

4.Garpur frá Hjarðarfelli.75,1 stig

M.Hátíð frá Hjarðarfelli.

F.Friður frá Búlandi.

Eig/rækt.Hjarðarfellsbúið.

 

Áhorfendur kusu folald sýningarinnar og að þessu sinni var það Ófeigur frá Söðulsholti.

Fleiri myndir frá sýningunni má nálgast á heimasíðu Söðulsholts.