sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úrslit folaldasýningar í Ölfusi

3. nóvember 2009 kl. 10:15

Úrslit folaldasýningar í Ölfusi

Hrossaræktarfélag Ölfuss stóð í fyrsta sinni fyrir folaldasýningu laugardaginn 31 október og fór sýningin fram í hinu glæsilega reiðhúsi að Grænhóli í Ölfusi. Sýningin var haldin í tengslum við aðalfund félagsins sem fór fram strax að lokinni sýningu.

Sýningin var ágætlega sótt og má telja víst að um árvissan atburð verði að ræða.

Það voru áhorfendur sem dæmdu folöldin með atkvæðagreiðslu en þrjú bestu folöldin voru:

1. Sólargeisli frá Kjarri
Móálótt/vindótt.
F:  Bláskjár frá Kjarri.
M: Engilfín frá Kjarri
Rækt/eig: Ragna Helgadóttir.

2. Arndís frá Auðsholtshjáleigu                        
bleikblesótt                                                            
F: Hnokki frá Fellskoti.                                         
M: Trú frá Auðsholtshjáleigu.                              
Rækt/eig Gunnar Arnarsson                                
og Kristbjörg Eyvindsdóttir

3. Freyja frá Ingólfshvoli
Móálótt
F:  Styrkur frá Votmúla
M:  Héla frá Ingólfshvoli
Rækt/eig Ólafur Örn Arnarson