miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Úrslit folaldasýningar Hrossaræktarfélags Villingarholtshrepps

9. febrúar 2011 kl. 10:27

Úrslit folaldasýningar Hrossaræktarfélags Villingarholtshrepps

Folaldasýning Hrossaræktarfélags Villingaholtshrepps var haldin síðastliðinn laugardag í Reiðhöll Sleipnis á Selfossi. “Dómarar voru Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum og Kristinn Guðnason í Árbæjarhjáleigu og er rétt er að þakka þeim en einnig Líflandi fyrir lánið á réttinni sem sannarlega kom að góðum notum,” segir í fréttatilkynningu frá aðstandendum sýningarinnar.

Alls tóku 23 folöld þátt og voru veit verðlaun fyrir þrjú hæst dæmdu folöldin og vinsælasta folaldið.

Úrslit urðu þessi:

1. Hvöt frá Egilsstaðakoti
F. Mjölnir frá Hlemmiskeiði 3 M. Kviða frá Egilsstaðakoti. Eig. Einar Hermundsson

2. Álfrún frá Egilsstaðakoti
F. Álfur frá Selfossi M. Snögg frá Egilsstaðakoti. Eig. Einar Hermundsson

3. Alla frá Syðri-Gróf
F. Vísir frá Syðri-Gróf M. Hending frá Syðri-Gróf. Eig. Bjarni Pálsson

Vinsælasta folaldið kosið af áhorfendum var Flipi frá Egilsstöðum.
F. Röðull frá Egilsstaðakoti M. Yngri-Molda frá Egilsstöðum. Eig Þorsteinn Logi Einarsson.